Hringbraut rekin með 65 milljóna tapi: „Reksturinn hefur verið erfiður“ Haraldur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2017 16:13 Sölvi Tryggvason og Linda Blöndal, þáttastjórnendur á Hringbraut. Hringbraut Fjölmiðlafyrirtækið Hringbraut, sem rekur samnefnda sjónvarpsstöð, vefsíðu og útvarpsstöð, var rekið með 65,5 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári þess eða 2015. Guðmundur Örn Jóhannsson, stjórnarformaður fjölmiðilsins og stærsti hluthafi, segir reksturinn erfiðan og að fyrirtækið hafi einnig verið rekið með tapi í fyrra. „Reksturinn hefur verið erfiður en við höfum náð að laga það aðeins til. Við höfum lækkað kostnað og aðlagað okkur að erfiðara umhverfi en við finnum fyrir því að það er erfiðara að ná í auglýsingatekjur en var. Við höfum breytt fyrirtækinu þannig að við erum núna meira í framleðslu á efni og nýtum okkar tæki og tól í það,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Við sjáum fyrir okkur að sækja um styrki til framleiðslu á sjónvarpsefni líkt og framleiðslufyrirtækin og fleiri hafa gert. Við ætlum að halda áfram en ef það birtir ekki til á árinu 2017 þá endurmetum við stöðuna.“ Samkvæmt ársreikningi Hringbrautar – miðlunar ehf. fyrir 2015 námu heildareignir fjölmiðilsins 15,3 milljónum króna í lok ársins og skuldirnar 80,7 milljónum. Eigið féð var því neikvætt um 65,4 milljónir. Hringbraut fór í loftið í febrúar 2015 og er einkarekið fjölmiðlafyrirtæki. Í árslok 2015 var allt hlutafé fjölmiðilsins í eigu Guðmundar. Síðan þá hafa Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og þáttastjórnandi á Hringbraut, og fjárfestirinn Jón von Tetzhner, bæst í eigendahópinn. Að sögn Guðmundar eru þau bæði minnihlutaeigendur en upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlinum hafa ekki verið uppfærðar á vef Fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlar Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið Hringbraut, sem rekur samnefnda sjónvarpsstöð, vefsíðu og útvarpsstöð, var rekið með 65,5 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári þess eða 2015. Guðmundur Örn Jóhannsson, stjórnarformaður fjölmiðilsins og stærsti hluthafi, segir reksturinn erfiðan og að fyrirtækið hafi einnig verið rekið með tapi í fyrra. „Reksturinn hefur verið erfiður en við höfum náð að laga það aðeins til. Við höfum lækkað kostnað og aðlagað okkur að erfiðara umhverfi en við finnum fyrir því að það er erfiðara að ná í auglýsingatekjur en var. Við höfum breytt fyrirtækinu þannig að við erum núna meira í framleðslu á efni og nýtum okkar tæki og tól í það,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Við sjáum fyrir okkur að sækja um styrki til framleiðslu á sjónvarpsefni líkt og framleiðslufyrirtækin og fleiri hafa gert. Við ætlum að halda áfram en ef það birtir ekki til á árinu 2017 þá endurmetum við stöðuna.“ Samkvæmt ársreikningi Hringbrautar – miðlunar ehf. fyrir 2015 námu heildareignir fjölmiðilsins 15,3 milljónum króna í lok ársins og skuldirnar 80,7 milljónum. Eigið féð var því neikvætt um 65,4 milljónir. Hringbraut fór í loftið í febrúar 2015 og er einkarekið fjölmiðlafyrirtæki. Í árslok 2015 var allt hlutafé fjölmiðilsins í eigu Guðmundar. Síðan þá hafa Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og þáttastjórnandi á Hringbraut, og fjárfestirinn Jón von Tetzhner, bæst í eigendahópinn. Að sögn Guðmundar eru þau bæði minnihlutaeigendur en upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlinum hafa ekki verið uppfærðar á vef Fjölmiðlanefndar.
Fjölmiðlar Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent