Eigendur Saab hefja framleiðslu í lok árs Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2017 12:47 Saab 9-3 í þremur útgáfum. National Electric Vehicle Sweden (NEVS) sem á nú framleiðsluleyfi á Saab bílum er ekki að baki dottið þó svo að töf hafi orðið á tilætlaðri framleiðslu Saab bíla með rafmagnsdrifrás. Til stendur hjá NEVS að hefja framleiðslu á Saab 9-3 bílnum í lok þessa árs en nú er verið að vinna að uppsetningu verksmiðjunnar í Tianjin í Kína þar sem bílarnir verða framleiddir. Upphaflega meiningin var að framleiðsla hæfist snemma á þessu ári. NEVS hefur nýverið fengi framleiðsluleyfi frá Chinese National Development Reform Commision til framleiðslu bíla Saab í Kína, en þó munu bílarnir ekki fá að halda Saab nafninu því nafnið fylgdi ekki með í kaupunum. Til stendur hjá NEVS að framleiða uppí 150.000 bíla pöntun frá Panda New Energy í Kína og verða það 9-3 bílar með rafmagnsdrifrás, en verksmiðjan í Tianjin mun hafa framleiðslugetu uppá 200.000 bíla á ári þegar hún verður fullbyggð. Þessi samningur á milli NEVS og Panda New Energy er að virði 12 milljarða dollara, eða 1.370 milljarða króna og var hann undirritaður árið 2015. NEVS ætlar að kynna 9-3 bílinn með rafmagnsdrifrás seinna á þessu ári og eftir það stendur til að þróa nokkra aðra bíla sem allir verða drifnir áfram á rafmagni. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent
National Electric Vehicle Sweden (NEVS) sem á nú framleiðsluleyfi á Saab bílum er ekki að baki dottið þó svo að töf hafi orðið á tilætlaðri framleiðslu Saab bíla með rafmagnsdrifrás. Til stendur hjá NEVS að hefja framleiðslu á Saab 9-3 bílnum í lok þessa árs en nú er verið að vinna að uppsetningu verksmiðjunnar í Tianjin í Kína þar sem bílarnir verða framleiddir. Upphaflega meiningin var að framleiðsla hæfist snemma á þessu ári. NEVS hefur nýverið fengi framleiðsluleyfi frá Chinese National Development Reform Commision til framleiðslu bíla Saab í Kína, en þó munu bílarnir ekki fá að halda Saab nafninu því nafnið fylgdi ekki með í kaupunum. Til stendur hjá NEVS að framleiða uppí 150.000 bíla pöntun frá Panda New Energy í Kína og verða það 9-3 bílar með rafmagnsdrifrás, en verksmiðjan í Tianjin mun hafa framleiðslugetu uppá 200.000 bíla á ári þegar hún verður fullbyggð. Þessi samningur á milli NEVS og Panda New Energy er að virði 12 milljarða dollara, eða 1.370 milljarða króna og var hann undirritaður árið 2015. NEVS ætlar að kynna 9-3 bílinn með rafmagnsdrifrás seinna á þessu ári og eftir það stendur til að þróa nokkra aðra bíla sem allir verða drifnir áfram á rafmagni.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent