Strákarnir okkar hafa bara einu sinni endaði neðar á HM | Ísland í 14. sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 10:30 Björgvin Páll Gústavsson og félagar í íslenska landsliðið unnu aðeins einn leik á HM í Frakklandi. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið endaði í fjórtánda sæti á HM í Frakklandi en þetta varð ljóst eftir að keppni í sextán liða úrslitunum lauk í gær. Makedónía og Brasilía eru bæði fyrir neðan Ísland en þau komust líka ekki lengra en í sextán liða úrslitin. Íslenska liðið vann aðeins einn leik á mótinu (á móti Angóla) en með því að tapa með bara einu marki á móti Slóveníu og gera jafntefli við Makedóníu þá skilar hagstæð markatala íslenska liðsins liðinu upp fyrir Makedóníu og Brasilíu. Ísland tapaði með aðeins samtals sjö mörkum samanlagt á móti Spánverjum og Slóvenum en Makedóníubúar voru í mínus ellefu í þessum tveimur leikjum. Brasilíumenn töpuðu öllum þremur leikjum sínum á móti efstu þremur liðunum í riðlinum og þrátt fyrir góða frammistöðu og aðeins eins marks tap á móti Spáni í sextán liða úrslitunum þá þurfa Brassarnir að sætta sig við sextánda sætið. Hvít-Rússa töpuðu kannski með 19 marka mun á móti Svíum í sextán liða úrslitunum í gær en sigur liðsins á móti Ungverjum í riðlinum skilar liðinu alla leið upp í 11. sætið. Liðunum í níunda til sextánda sæti er raðað eftir árangri þeirra á móti liðum í þeirra riðli sem komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Ísland hefur aðeins einu sinni endaði neðar á heimsmeistaramóti en það var undir stjórn Viggós Sigurðssonar á HM í Túnis fyrir tólf árum síðan. Viggó var þá, eins og Geir Sveinsson, á fyrsta stórmóti sínu með íslenska landsliðið og tók inn marga nýliða sem áttu eftir að vera í stórum hlutverkum á gullárunum sem tóku við. Ísland hefur tvisvar áður endað í 14. sæti á HM þar á meðal á HM á Íslandi þegar Geir Sveinsson var fyrirliði íslenska landsliðið. Geir komst í úrvalsliðið HM 1995.Röð landsliða sem duttu út úr sextán liða úrslitunum:(Innan sviga er árangur á móti liðum 1 til 4 í riðlinum) 9. sæti Þýskaland (6 stig, +17) 10.sæti Danmörk (6 stig, +12) 11. sæti Hvíta-Rússland (2 stig, -10) 12. sæti Rússland (2 stig, -11) 13. sæti Egyptaland (2 stig, -12) 14. sæti Ísland (1 stig, -7) 15. sæti Makedónía (1 stig, -11) 16. sæti Brasilía (0 stig, -32)Slakasta frammistaða Íslands í sögu HM 15. sæti - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)14. sæti - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 14. sæti - HM á Íslandi 1995 (Þorbergur Aðalsteinsson) 14. sæti - HM í Austur-Þýskalandi 1974 (Karl G. Benediktsson 13. sæti - HM í Danmörku 1978 (Birgir Björnsson) 12. sæti - HM á Spáni (Aron Kristjánsson) 11. sæti - HM í Katar 2015 (Aron Kristjánsson) 11. sæti - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 11. sæti - HM í Frakklandi 1970 (Hilmar Björnsson) 10. sæti - HM í Tékkóslóvakíu 1990 (Bogdan Kowalczyk) 10. sæti - HM í Austur-Þýskalandi 1958 (Hallsteinn Hinriksson) HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið endaði í fjórtánda sæti á HM í Frakklandi en þetta varð ljóst eftir að keppni í sextán liða úrslitunum lauk í gær. Makedónía og Brasilía eru bæði fyrir neðan Ísland en þau komust líka ekki lengra en í sextán liða úrslitin. Íslenska liðið vann aðeins einn leik á mótinu (á móti Angóla) en með því að tapa með bara einu marki á móti Slóveníu og gera jafntefli við Makedóníu þá skilar hagstæð markatala íslenska liðsins liðinu upp fyrir Makedóníu og Brasilíu. Ísland tapaði með aðeins samtals sjö mörkum samanlagt á móti Spánverjum og Slóvenum en Makedóníubúar voru í mínus ellefu í þessum tveimur leikjum. Brasilíumenn töpuðu öllum þremur leikjum sínum á móti efstu þremur liðunum í riðlinum og þrátt fyrir góða frammistöðu og aðeins eins marks tap á móti Spáni í sextán liða úrslitunum þá þurfa Brassarnir að sætta sig við sextánda sætið. Hvít-Rússa töpuðu kannski með 19 marka mun á móti Svíum í sextán liða úrslitunum í gær en sigur liðsins á móti Ungverjum í riðlinum skilar liðinu alla leið upp í 11. sætið. Liðunum í níunda til sextánda sæti er raðað eftir árangri þeirra á móti liðum í þeirra riðli sem komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Ísland hefur aðeins einu sinni endaði neðar á heimsmeistaramóti en það var undir stjórn Viggós Sigurðssonar á HM í Túnis fyrir tólf árum síðan. Viggó var þá, eins og Geir Sveinsson, á fyrsta stórmóti sínu með íslenska landsliðið og tók inn marga nýliða sem áttu eftir að vera í stórum hlutverkum á gullárunum sem tóku við. Ísland hefur tvisvar áður endað í 14. sæti á HM þar á meðal á HM á Íslandi þegar Geir Sveinsson var fyrirliði íslenska landsliðið. Geir komst í úrvalsliðið HM 1995.Röð landsliða sem duttu út úr sextán liða úrslitunum:(Innan sviga er árangur á móti liðum 1 til 4 í riðlinum) 9. sæti Þýskaland (6 stig, +17) 10.sæti Danmörk (6 stig, +12) 11. sæti Hvíta-Rússland (2 stig, -10) 12. sæti Rússland (2 stig, -11) 13. sæti Egyptaland (2 stig, -12) 14. sæti Ísland (1 stig, -7) 15. sæti Makedónía (1 stig, -11) 16. sæti Brasilía (0 stig, -32)Slakasta frammistaða Íslands í sögu HM 15. sæti - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)14. sæti - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 14. sæti - HM á Íslandi 1995 (Þorbergur Aðalsteinsson) 14. sæti - HM í Austur-Þýskalandi 1974 (Karl G. Benediktsson 13. sæti - HM í Danmörku 1978 (Birgir Björnsson) 12. sæti - HM á Spáni (Aron Kristjánsson) 11. sæti - HM í Katar 2015 (Aron Kristjánsson) 11. sæti - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 11. sæti - HM í Frakklandi 1970 (Hilmar Björnsson) 10. sæti - HM í Tékkóslóvakíu 1990 (Bogdan Kowalczyk) 10. sæti - HM í Austur-Þýskalandi 1958 (Hallsteinn Hinriksson)
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira