Dísilbílabann í Osló Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 10:38 Mengun af völdum dísilbíla í Osló mældist yfir viðmiðunarmörkum vegna staðviðris. Í síðustu viku var bannað að aka um Osló á dísilbílum frá þriðjudegi til fimmtudags. Ástæða bannsins var mikil NOx-mengun og vegna staðviðris var hún óvenju mikil. Er þetta í fyrsta skiptið sem sett hefur verið bann við akstri dísilbíla í Osló. Átti bannið við svokallað Ring 1 svæði borgarinnar. Borgaryfirvöld í Osló útskýrðu bannið með þeim hætti að íbúum borgarinnar stæði hætta af dísilsóti, þó einna helst börnum og gamalmennum, sem og þeim sem þjást af astma og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Nokkur frávikstilfelli fylgdu þó banninu, svo með akstri neyðarbíla með dísilvélum, Plug-IN-Hybrid bílum með dísilvélum og dísilbílum í almenningsþjónustu. Samskonar bann var einnig sett á í Drammen, Sarpsborg og Fredrikstad. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent
Í síðustu viku var bannað að aka um Osló á dísilbílum frá þriðjudegi til fimmtudags. Ástæða bannsins var mikil NOx-mengun og vegna staðviðris var hún óvenju mikil. Er þetta í fyrsta skiptið sem sett hefur verið bann við akstri dísilbíla í Osló. Átti bannið við svokallað Ring 1 svæði borgarinnar. Borgaryfirvöld í Osló útskýrðu bannið með þeim hætti að íbúum borgarinnar stæði hætta af dísilsóti, þó einna helst börnum og gamalmennum, sem og þeim sem þjást af astma og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Nokkur frávikstilfelli fylgdu þó banninu, svo með akstri neyðarbíla með dísilvélum, Plug-IN-Hybrid bílum með dísilvélum og dísilbílum í almenningsþjónustu. Samskonar bann var einnig sett á í Drammen, Sarpsborg og Fredrikstad.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent