Meiðslalistinn hjá Real Madrid heldur áfram að lengjast.
Marcelo og Luka Modric fóru báðir meiddir af velli í leiknum gegn Málaga á laugardaginn.
Marcelo er meiddur aftan í læri og verður frá allt í að fjórar vikur. Ekki er ljóst hversu lengi Modric verður frá.
Fyrir voru Pepe, Dani Carvajal og Gareth Bale á meiðslalistanum.
Real Madrid vann leikinn gegn Málaga með tveimur mörkum gegn einu. Madrídingar eru með 43 stig á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á undan Sevilla og tveimur stigum á undan Barcelona. Real Madrid á þó leik til góða á bæði lið.
Meiðslalisti Madrídinga lengst enn

Tengdar fréttir

Real Madrid aftur á sigurbraut
Real Madrid lagði Malaga 2-1 á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Hinn nýi Zlatan valdi Dortmund í staðinn fyrir Real Madrid
Borussia Dortmund hefur gengið frá kaupunum á sænska ungstirninu Alexander Isak frá AIK. Dortmund hafði betur í baráttu við Real Madrid um þennan efnilega leikmann.