Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi 24. janúar 2017 14:01 Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stærsti eigandi Pressunnar ehf. Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. Samkvæmt nýjum ársreikningi Pressunnar, sem var skilað inn til ársreikningaskrár Ríkisskatttjóra þann 18. janúar, námu eignir félagsins í árslok 2015 alls 601 milljón króna og jukust um 279 milljónir milli ára. Það sama ár skuldaði félagið 444 milljónir en 69 milljónir árið þar á undan. Lán frá hluthöfum jukust um liðlega 58 milljónir á milli ára og námu samtals 206 milljónum af skuldum Pressunnar í árslok 2015. Þá tók Pressan skuldabréfalán upp á tæplega 50 milljónir á árinu 2015. Laun og launatengd gjöld jukust úr 33 milljónum árið 2014 í 108 milljónir árið á eftir.Ársreikningi DV ehf ekki verið skilað Vefpressan er skráður eigandi flestra vefmiðla fyrirtækisins hjá Fjölmiðlanefnd. Er þar meðal annars um að ræða Pressuna.is og Bleikt.is. Eyjan miðlar ehf., dótturfélag Pressunnar, heldur utan um rekstur vefmiðilsins Eyjunnar.is og var rekið með 6,6 milljóna króna tapi í fyrra. Ársreikningi DV ehf. fyrir 2015 hefur ekki enn verið skilað inn til ársreikningaskrár. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar, átti 25 prósenta hlut í móðurfélaginu í eigin nafni eins og Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í árslok 2015. Félag þeirra, Kringluturninn ehf., átti einnig fjórðungshlut eins og AB 11 ehf., sem er líka í eigu Björns Inga og Arnars. Hluthafalisti Pressunnar hefur síðan þá tekið breytingum samkvæmt skráningu fyrirtækisins hjá Fjölmiðlanefnd. Kringluturninn á nú 28 prósenta hlut og Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, alls 31,85 prósent. AB 11 á nú 22,15 prósent og Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, alls tíu prósent. Jakob Hrafnsson framkvæmdastjóri á að lokum átta prósenta hlut. Fjölmiðlar Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. Samkvæmt nýjum ársreikningi Pressunnar, sem var skilað inn til ársreikningaskrár Ríkisskatttjóra þann 18. janúar, námu eignir félagsins í árslok 2015 alls 601 milljón króna og jukust um 279 milljónir milli ára. Það sama ár skuldaði félagið 444 milljónir en 69 milljónir árið þar á undan. Lán frá hluthöfum jukust um liðlega 58 milljónir á milli ára og námu samtals 206 milljónum af skuldum Pressunnar í árslok 2015. Þá tók Pressan skuldabréfalán upp á tæplega 50 milljónir á árinu 2015. Laun og launatengd gjöld jukust úr 33 milljónum árið 2014 í 108 milljónir árið á eftir.Ársreikningi DV ehf ekki verið skilað Vefpressan er skráður eigandi flestra vefmiðla fyrirtækisins hjá Fjölmiðlanefnd. Er þar meðal annars um að ræða Pressuna.is og Bleikt.is. Eyjan miðlar ehf., dótturfélag Pressunnar, heldur utan um rekstur vefmiðilsins Eyjunnar.is og var rekið með 6,6 milljóna króna tapi í fyrra. Ársreikningi DV ehf. fyrir 2015 hefur ekki enn verið skilað inn til ársreikningaskrár. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stjórnarformaður Pressunnar, átti 25 prósenta hlut í móðurfélaginu í eigin nafni eins og Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í árslok 2015. Félag þeirra, Kringluturninn ehf., átti einnig fjórðungshlut eins og AB 11 ehf., sem er líka í eigu Björns Inga og Arnars. Hluthafalisti Pressunnar hefur síðan þá tekið breytingum samkvæmt skráningu fyrirtækisins hjá Fjölmiðlanefnd. Kringluturninn á nú 28 prósenta hlut og Kringlueignir ehf., í eigu Björns Inga, alls 31,85 prósent. AB 11 á nú 22,15 prósent og Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, alls tíu prósent. Jakob Hrafnsson framkvæmdastjóri á að lokum átta prósenta hlut.
Fjölmiðlar Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira