Apple gengur til liðs við samtök sem eiga að tryggja að gervigreind snúist ekki gegn mannkyninu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2017 22:04 Ekkert Skynet, semsagt. Vísir/Sammi Bandaríski tæknirisinn Apple hefur gengið til liðs við samtökin „Partnership on AI“ sem hafa það að markmiði að ganga úr skugga um að tæki sem styðjast við gervigreind snúist ekki gegn mannkyninu. AFP greinir frá. Samtökin voru stofnuð á síðasta ári af Microsoft, Google, Facebook og IBM. Stofnfundur samtakanna mun fara fram 3. febrúar. Apple hefur tekið þátt í starfi samtakanna án þess þó að hafa gengið formlega til liðs við þau, fyrr en nú. Stofnmeðlimir hafa áhyggjur af því að þróun gervigreindar geti orðið til þess að hún muni verða samfélaginu til ills, frekar en til góðs. Er því markmið samtakanna að ýta undir rannsóknir sem miða að því að tryggja að gervigreind verði mannkyni til framdráttar. Tæknifyrirtæki hafa á undanförnum árum eytt gríðarlegum fjárhæðum í að þróa gervigreind og tæki sem styðjast við hana og er talið að slík tæki verði komin inn á hvert heimili innan skamms. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur gengið til liðs við samtökin „Partnership on AI“ sem hafa það að markmiði að ganga úr skugga um að tæki sem styðjast við gervigreind snúist ekki gegn mannkyninu. AFP greinir frá. Samtökin voru stofnuð á síðasta ári af Microsoft, Google, Facebook og IBM. Stofnfundur samtakanna mun fara fram 3. febrúar. Apple hefur tekið þátt í starfi samtakanna án þess þó að hafa gengið formlega til liðs við þau, fyrr en nú. Stofnmeðlimir hafa áhyggjur af því að þróun gervigreindar geti orðið til þess að hún muni verða samfélaginu til ills, frekar en til góðs. Er því markmið samtakanna að ýta undir rannsóknir sem miða að því að tryggja að gervigreind verði mannkyni til framdráttar. Tæknifyrirtæki hafa á undanförnum árum eytt gríðarlegum fjárhæðum í að þróa gervigreind og tæki sem styðjast við hana og er talið að slík tæki verði komin inn á hvert heimili innan skamms.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira