Fótbolti

Emil lagði upp mark í sigri á AC Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil fagnar með Cyril Thereau.
Emil fagnar með Cyril Thereau. vísir/getty
Emil Hallfreðsson lagði upp fyra mark Udinese í 2-1 sigri á AC Milan á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Udinese hefur gengið illa að undanförnu og fyrir leikinn í dag hafði liðið tapað þremur leikjum í röð. Og byrjunin var ekki gæfuleg hjá Udinese því Giacomo Bonaventura kom Milan yfir strax á 8. mínútu.

Á 31. mínútu fann Emil Frakkann Cyril Thereau sem jafnaði metin. Rodrigo De Paul skoraði svo sigurmark Udinese á 73. mínútu.

Emil spilaði allan leikinn fyrir Udinese sem er í 10. sæti deildarinnar.

Gonzalo Higuaín og Sami Khedira skoruðu mörk Juventus í 0-2 útisigri á Sassuolo. Juventus er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.

Roma fór illa að ráði sínu þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Sampdoria á útivelli. Rómverjar komust tvisvar yfir í leiknum en þrátt fyrir það náðu þeir ekki að landa sigri.

Roma er í 2. sæti deildarinnar en Napoli getur komist upp fyrir Rómarliðið með sigri á Palermo í kvöld.

Úrslitin í dag:

Udinese 2-1 AC Milan

Sassuolo 0-2 Juventus

Sampdoria 3-2 Roma

Torino 1-1 Atalanta

Cagliari 1-1 Bologna

Crotone 4-1 Empoli

Fiorentina 3-3 Genoa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×