Peugeot skrópar á Frankfürt Motor Show Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2017 14:15 Peugeot 3008 á síðustu bílasýningu í París. Æ algengara virðist að stóriri bílaframleiðendur sniðgangi stærsti bílasýningar heimsins. Franski bílaframleiðandinn Peugeot hefur nú tilkynnt að fyrirtækið ætli ekki að sýna bíla sína á komandi bílasýningu í Frankfürt á næsta ári. Það gerir Peugoet vegna þess að fyrirtækið vill leggja meiri fjármuni í markaðssetningu á netinu og með því þurfi að spara í öðrum markaðskostnaði, þar á meðal þáttttöku á bílsýningum. Hjá Peugeot hefur markaðskostnaður á netinu hækkað frá 15% í 30% á undanförnum þremur árum og til stendur að hækka hann í 50% við enda þessa áratugar. Peugeot hefur einnig sagt að fyrirtækið vilji frekar verja fjármunum í sýningar á bílum sínum þar sem tilvonadi kaupendur geta prófað bíla þeirra, en það er ekki hægt á bílasýningum eins og í Frankfürt. Enn eins ástæða þess að Peugeot sniðgengur bílasýninguna í Frankfürt er sú að markaðshlutdeild Peugeot í Þýskalandi er aðeins 1,7%. Peugoet mun væntanlega seint sniðganga bílasýninguna stóru í París sem haldin er annaðhvort ár. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent
Æ algengara virðist að stóriri bílaframleiðendur sniðgangi stærsti bílasýningar heimsins. Franski bílaframleiðandinn Peugeot hefur nú tilkynnt að fyrirtækið ætli ekki að sýna bíla sína á komandi bílasýningu í Frankfürt á næsta ári. Það gerir Peugoet vegna þess að fyrirtækið vill leggja meiri fjármuni í markaðssetningu á netinu og með því þurfi að spara í öðrum markaðskostnaði, þar á meðal þáttttöku á bílsýningum. Hjá Peugeot hefur markaðskostnaður á netinu hækkað frá 15% í 30% á undanförnum þremur árum og til stendur að hækka hann í 50% við enda þessa áratugar. Peugeot hefur einnig sagt að fyrirtækið vilji frekar verja fjármunum í sýningar á bílum sínum þar sem tilvonadi kaupendur geta prófað bíla þeirra, en það er ekki hægt á bílasýningum eins og í Frankfürt. Enn eins ástæða þess að Peugeot sniðgengur bílasýninguna í Frankfürt er sú að markaðshlutdeild Peugeot í Þýskalandi er aðeins 1,7%. Peugoet mun væntanlega seint sniðganga bílasýninguna stóru í París sem haldin er annaðhvort ár.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent