McLaren ætlar sér stóra hluti 2017 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. janúar 2017 20:00 Fernando Alonso í McLaren bíl síðasta árs. Vísir/Getty Jonathan Neale, einn stjórnanda McLaren liðsins í Formúlu 1 segir það vonbrigði fyrir liðið ef það nær ekki að komast ofar en í fjórða sæti í keppni bílasmiða á árinu. McLaren hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Liðið endaði í níunda sæti í keppni bílasmiða árið 2015, sem var fyrsta árið í brösóttri endurkomu Honda sem vélaframleiðanda í Formúlu 1. Árið 2016 var betra fyrir McLaren en þá hafnaði liðið í sjötta sæti í keppni bílasmiða, 13 stigum á undan Toro Rosso í sjöunda sæti og 62 stigum á eftir Williams í fimmta sæti. Neale telur að McLaren geti bætt stöðu sína enn meira á komandi tímabili. Hann segir að ökumenn liðsins eigi eftir að spila stóran þátt í því, Fernando Alonso og Stoffel Vandoorne munu aka fyrir liðið í ár. Þar að auki horfir Neale til mikilla tæknibreytinga sem munu eiga sér stað. „Maður verður að miða hátt, en eins og staðan er núna yrði ég vonsvikinn með fjórða sæti. Við viljum vinna og við viljum vinna fljótlega,“ sagði Neale í samtali við Autosport. „Við erum keppnislið, við erum með ökumenn sem geta unnið keppnir og við erum með undirvagn og vél sem geta tekið framförum og við ásamt Honda vinnum að því.“ „Við sjáum líka tækifæri í þeirri óvissu sem breiðari dekk og breiðari vængir skapa. Við getum grætt þar gagnvart öðrum liðum.“ Enginn veit fyrir víst hver staða Formúlu 1 liðanna verður innbyrgðis fyrr en kemur að keppninni í Ástralíu þann 26. mars. Þangað til munu liðin taka þátt í æfingum en beita ýmsum brögðum til að fela eigið ágæti eða veikleika eigin bíls. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes. 13. desember 2016 20:00 Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30 Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Jonathan Neale, einn stjórnanda McLaren liðsins í Formúlu 1 segir það vonbrigði fyrir liðið ef það nær ekki að komast ofar en í fjórða sæti í keppni bílasmiða á árinu. McLaren hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Liðið endaði í níunda sæti í keppni bílasmiða árið 2015, sem var fyrsta árið í brösóttri endurkomu Honda sem vélaframleiðanda í Formúlu 1. Árið 2016 var betra fyrir McLaren en þá hafnaði liðið í sjötta sæti í keppni bílasmiða, 13 stigum á undan Toro Rosso í sjöunda sæti og 62 stigum á eftir Williams í fimmta sæti. Neale telur að McLaren geti bætt stöðu sína enn meira á komandi tímabili. Hann segir að ökumenn liðsins eigi eftir að spila stóran þátt í því, Fernando Alonso og Stoffel Vandoorne munu aka fyrir liðið í ár. Þar að auki horfir Neale til mikilla tæknibreytinga sem munu eiga sér stað. „Maður verður að miða hátt, en eins og staðan er núna yrði ég vonsvikinn með fjórða sæti. Við viljum vinna og við viljum vinna fljótlega,“ sagði Neale í samtali við Autosport. „Við erum keppnislið, við erum með ökumenn sem geta unnið keppnir og við erum með undirvagn og vél sem geta tekið framförum og við ásamt Honda vinnum að því.“ „Við sjáum líka tækifæri í þeirri óvissu sem breiðari dekk og breiðari vængir skapa. Við getum grætt þar gagnvart öðrum liðum.“ Enginn veit fyrir víst hver staða Formúlu 1 liðanna verður innbyrgðis fyrr en kemur að keppninni í Ástralíu þann 26. mars. Þangað til munu liðin taka þátt í æfingum en beita ýmsum brögðum til að fela eigið ágæti eða veikleika eigin bíls.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes. 13. desember 2016 20:00 Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30 Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes. 13. desember 2016 20:00
Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30
Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30