Meðaleyðsla bíla í Bandaríkjunum ekki minnkað 2 ár í röð Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2017 08:45 Ford F-150 pallbíllinn Á meðan bílaframleiðendur heims kappkosta við að smíða eyðslugrennri bíla hefur meðaleyðsla bíla í Bandaríkjunum ekki minnkað tvö ár í röð. Hún hefur verið 25,1 mílur á hvert gallon eldsneytis árin 2014, 2015 og 2016. Það gerir um 9,4 lítra eyðslu á hverja ekna 100 kílómetra. Ástæða þess er sú að Bandaríkjamenn hafa síðastliðin ár keypt meira og meira af eyðslufrekum stórum bílum á kostnað minni og eyðslugrennri bíla. Þetta hefur ekki átt við aðra heimshluta á meðan, en annarsstaðar hefur eyðsla bíla minnkað talsvert á milli ára. Ford seldi 821.000 F-150 pallbíla í fyrraSem dæmi um kaup Bandaríkjamanna á stórum bílum þá seldi Ford 821.000 eintök af Ford F-150 pallbílnum í fyrra og þar fer engin smásmíði né sparibaukur í eyðslu. Ford seldi þrisvar sinnum meira af jeppum, jepplingum og pallbílum í fyrra en af fólksbílum. Á meðan má ekki búast við því að flotinn vestra eyði minna á milli ára þó svo að sala rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla hafi aukist um 27% í fyrra. Því eru Bandaríkjamenn ekki beint á beinu brautinni að ná takmarkinu um meðleyðslu uppá 40 mílur á hvert gallon eldsneytis árið 2025. Það skal þó sagt Bandaríkjamönnum til hróss að meðaleyðslan hefur lækkað um 17% frá árinu 2007, en betur má ef duga skal. Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent
Á meðan bílaframleiðendur heims kappkosta við að smíða eyðslugrennri bíla hefur meðaleyðsla bíla í Bandaríkjunum ekki minnkað tvö ár í röð. Hún hefur verið 25,1 mílur á hvert gallon eldsneytis árin 2014, 2015 og 2016. Það gerir um 9,4 lítra eyðslu á hverja ekna 100 kílómetra. Ástæða þess er sú að Bandaríkjamenn hafa síðastliðin ár keypt meira og meira af eyðslufrekum stórum bílum á kostnað minni og eyðslugrennri bíla. Þetta hefur ekki átt við aðra heimshluta á meðan, en annarsstaðar hefur eyðsla bíla minnkað talsvert á milli ára. Ford seldi 821.000 F-150 pallbíla í fyrraSem dæmi um kaup Bandaríkjamanna á stórum bílum þá seldi Ford 821.000 eintök af Ford F-150 pallbílnum í fyrra og þar fer engin smásmíði né sparibaukur í eyðslu. Ford seldi þrisvar sinnum meira af jeppum, jepplingum og pallbílum í fyrra en af fólksbílum. Á meðan má ekki búast við því að flotinn vestra eyði minna á milli ára þó svo að sala rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla hafi aukist um 27% í fyrra. Því eru Bandaríkjamenn ekki beint á beinu brautinni að ná takmarkinu um meðleyðslu uppá 40 mílur á hvert gallon eldsneytis árið 2025. Það skal þó sagt Bandaríkjamönnum til hróss að meðaleyðslan hefur lækkað um 17% frá árinu 2007, en betur má ef duga skal.
Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent