Stórfyrirtækið Apple hyggst bráðlega hefja framleiðslu á iPhone snjallsímunum á Indlandi. Fyrirtækið vonast þannig eftir því að fá stærri hlutdeild í snjallsímamarkaðnum þar í landi en Indversk yfirvöld innheimta háa skatta af innfluttum raftækjum í viðleitni til þess að styðja innlenda framleiðslu þar í landi. Times of India greinir frá.
Indversk yfirvöld bjóða þannig raftækjaframleiðendum upp á skattaívilnanir sé framleiðsla þeirra í Indlandi.
Eins og sakir standa eru iPhone símarnir mjög dýrir í Indlandi vegna þess að þá þarf að flytja inn frá Kína, þar sem framleiðsla á þeim fer fram. Því er ljóst að mikið er í húfi fyrir fyrirtækið sem hyggst opna höfuðstöðvar sínar í landinu í Bangalore borg í suður Indlandi.
Talið er að Apple muni hefja framleiðslu í Indlandi á iPhone símunum í apríl á þessu ári.
Apple hyggst framleiða iPhone á Indlandi
