Í fyrsta sinn í 54 ár er Volvo ekki mest selda bílgerðin í Svíþjóð Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2017 16:08 Zlatan Ibrahimovic og Volvo XC70. Svo bar við í fyrra að engin af bílgerðum Volvo var söluhæsti bíll ársins í Svíþjóð, heldur var það Volkswagen Golf. Alls seldust 372.296 bílar í Svíþjóð í fyrra og af þeim voru 22.084 af gerðinni Volkswagen Golf, eða tæp 6%. Í öðru sæti var Volvo V70/XC70 með 21.321 bíla selda en af þeirri bílgerð hafði selst 28.613 bílar árið áður og því um talvert minnkandi sölu milli ára, eða um 25,5%. Það skal tekið fram að Volvo S90/V90 leystu af hólmi V70/XC70 bílana á síðasta ári og er sala þeirra meðtalin í þessum tölum. Volvo átti reyndar einnig bílgerðina sem endaði í þriðja sætinu, eða Volvo V60. Samtals er Volvo ennþá með mesta markaðshlutdeild bílframleiðenda með 19,3% heildarmarkaðarins fyrir nýja bíla í fyrra. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent
Svo bar við í fyrra að engin af bílgerðum Volvo var söluhæsti bíll ársins í Svíþjóð, heldur var það Volkswagen Golf. Alls seldust 372.296 bílar í Svíþjóð í fyrra og af þeim voru 22.084 af gerðinni Volkswagen Golf, eða tæp 6%. Í öðru sæti var Volvo V70/XC70 með 21.321 bíla selda en af þeirri bílgerð hafði selst 28.613 bílar árið áður og því um talvert minnkandi sölu milli ára, eða um 25,5%. Það skal tekið fram að Volvo S90/V90 leystu af hólmi V70/XC70 bílana á síðasta ári og er sala þeirra meðtalin í þessum tölum. Volvo átti reyndar einnig bílgerðina sem endaði í þriðja sætinu, eða Volvo V60. Samtals er Volvo ennþá með mesta markaðshlutdeild bílframleiðenda með 19,3% heildarmarkaðarins fyrir nýja bíla í fyrra.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent