Ford Mustang og F-150 verða Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2017 09:39 Ford F-150 og Mustang Einhver gæti sagt að þegar Ford Mustang er orðinn Hybrid bíll, hvað þá pallbíllinn Ford F-150, þá er allt Hybrid. Það er þó einmitt það sem Ford hefur á prjónunum. Það verður þó ekki í boði fyrr en árið 2020. Hybrid kerfi bílanna beggja endurheimtir orku við hemlun og getur hlaðið rafmagni líka á ferð án hemlunar, en ekki verður hægt að hlaða rafhlöðurnar með því að stinga þeim í samband, enda á það við Plug-In-Hybrid bíla. Þegar að árinu 2020 kemur verða líklega komnar nýjar kynslóðir af bæði Mustang og F-150 og því er líklegt að tímasetningin miði við það. Ford lofar afli sambærilegu og í núverandi V8 vélum í Hybrid gerð Mustang, eða að minnsta kosti 435 hestöflum. Hybrid kerfi Ford F-150 mun koma af meiri notum en bara fyrir rafmótoranna út við hjól, heldur má einnig nota kerfið við alla þá rafmagnsþörf sem vill fylgja pallbílum og gæti það komið sér vel í þeim tilvikum sem pallbíllinn er notaður sem atvinnutæki sem knýr annan vélbúnað. Bæði Mustang og F-150 munu fá 10 gíra sjálfskiptinguna sem Ford hefur þróað með General Motors. Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent
Einhver gæti sagt að þegar Ford Mustang er orðinn Hybrid bíll, hvað þá pallbíllinn Ford F-150, þá er allt Hybrid. Það er þó einmitt það sem Ford hefur á prjónunum. Það verður þó ekki í boði fyrr en árið 2020. Hybrid kerfi bílanna beggja endurheimtir orku við hemlun og getur hlaðið rafmagni líka á ferð án hemlunar, en ekki verður hægt að hlaða rafhlöðurnar með því að stinga þeim í samband, enda á það við Plug-In-Hybrid bíla. Þegar að árinu 2020 kemur verða líklega komnar nýjar kynslóðir af bæði Mustang og F-150 og því er líklegt að tímasetningin miði við það. Ford lofar afli sambærilegu og í núverandi V8 vélum í Hybrid gerð Mustang, eða að minnsta kosti 435 hestöflum. Hybrid kerfi Ford F-150 mun koma af meiri notum en bara fyrir rafmótoranna út við hjól, heldur má einnig nota kerfið við alla þá rafmagnsþörf sem vill fylgja pallbílum og gæti það komið sér vel í þeim tilvikum sem pallbíllinn er notaður sem atvinnutæki sem knýr annan vélbúnað. Bæði Mustang og F-150 munu fá 10 gíra sjálfskiptinguna sem Ford hefur þróað með General Motors.
Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent