Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Haraldur Guðmundsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 6. janúar 2017 07:30 Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eru farnir út úr hluthafahópi Morgundags. Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson hafa selt 36 prósenta hlut sinn í Fréttatímanum og hverfa þar með úr eigendahópi fjölmiðilsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu þeir öllum afskiptum af rekstri útgáfufélags Fréttatímans í haust vegna óánægju með ritstjórnarstefnu blaðsins. Árni hættir sem formaður stjórnar og tekur Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, við. Eftir söluna eru hluthafar félagsins þrír; Gunnar Smári Egilsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári, sem er stærsti eigandi blaðsins, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í hádeginu í gær. „Viltu ekki bara ræða það við þá?“ sagði Gunnar Smári þegar blaðamaður náði í hann í síma í gær. Árni og Hallbjörn vildu heldur ekki veita viðtal en þeir áttu hvor um sig 18,1 prósent í Morgundegi ehf., útgáfufélagi Fréttatímans. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi, segist ekki hafa íhugað að selja sinn 18,1 prósents hlut sem hann á í fjölmiðlinum í gegnum félagið Dexter fjárfestingar ehf. „Það eru engar breytingar í vændum hjá mér,“ segir Sigurður Gísli í samtali við Fréttablaðið. Árni og Hallbjörn fóru inn í eigendahóp Morgundags, áður Miðopna, í nóvember 2015. Í fréttatilkynningu sem nýr eigendahópur Fréttatímans sendi þá frá sér kom fram að Gunnar Smári færi með forystu hans og að ritstjórinn og útgefandi blaðsins og Þóra Tómasdóttir myndu taka við stjórn þess í lok ársins. Markmiðið með kaupunum væri að efla og styrkja Fréttatímann og auka þátttöku fyrirtækisins á fjölmiðlamarkaði. Samkvæmt skráningu á eignarhaldi Fréttatímans hjá Fjölmiðlanefnd er Gunnar Smári stærstur hluthafa með 29,5 prósent. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á 16,2 prósent. Morgundagur var rekinn með 13,5 milljóna króna tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi útgáfufélagsins. Tvöfaldaðist tapið þá milli ára. Í haust var útgáfudögum fjölgað úr tveimur á viku í þrjá. Óskar Hrafn Þorvaldsson lét af störfum sem vefstjóri Fréttatímans um áramótin eins og kom fram á Vísir.is í gær. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson hafa selt 36 prósenta hlut sinn í Fréttatímanum og hverfa þar með úr eigendahópi fjölmiðilsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hættu þeir öllum afskiptum af rekstri útgáfufélags Fréttatímans í haust vegna óánægju með ritstjórnarstefnu blaðsins. Árni hættir sem formaður stjórnar og tekur Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, við. Eftir söluna eru hluthafar félagsins þrír; Gunnar Smári Egilsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári, sem er stærsti eigandi blaðsins, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í hádeginu í gær. „Viltu ekki bara ræða það við þá?“ sagði Gunnar Smári þegar blaðamaður náði í hann í síma í gær. Árni og Hallbjörn vildu heldur ekki veita viðtal en þeir áttu hvor um sig 18,1 prósent í Morgundegi ehf., útgáfufélagi Fréttatímans. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi, segist ekki hafa íhugað að selja sinn 18,1 prósents hlut sem hann á í fjölmiðlinum í gegnum félagið Dexter fjárfestingar ehf. „Það eru engar breytingar í vændum hjá mér,“ segir Sigurður Gísli í samtali við Fréttablaðið. Árni og Hallbjörn fóru inn í eigendahóp Morgundags, áður Miðopna, í nóvember 2015. Í fréttatilkynningu sem nýr eigendahópur Fréttatímans sendi þá frá sér kom fram að Gunnar Smári færi með forystu hans og að ritstjórinn og útgefandi blaðsins og Þóra Tómasdóttir myndu taka við stjórn þess í lok ársins. Markmiðið með kaupunum væri að efla og styrkja Fréttatímann og auka þátttöku fyrirtækisins á fjölmiðlamarkaði. Samkvæmt skráningu á eignarhaldi Fréttatímans hjá Fjölmiðlanefnd er Gunnar Smári stærstur hluthafa með 29,5 prósent. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á 16,2 prósent. Morgundagur var rekinn með 13,5 milljóna króna tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi útgáfufélagsins. Tvöfaldaðist tapið þá milli ára. Í haust var útgáfudögum fjölgað úr tveimur á viku í þrjá. Óskar Hrafn Þorvaldsson lét af störfum sem vefstjóri Fréttatímans um áramótin eins og kom fram á Vísir.is í gær.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira