Gervigreind malar netspilara í Go Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. janúar 2017 07:00 Frá því er Lee Sedol keppti við AlphaGo í Go. Nordicphotos/AFP AlphaGo, gervigreind fyrirtækisins DeepMind sem gerði garðinn frægan þegar hún vann heimsmeistarann Lee Sedol í kínverska spilinu Go, hefur undanfarið keppt í leyni á netinu. Þar hefur hún pakkað saman mörgum af bestu Go-spilurum heims. AlphaGo, sem gekk undir notandanafninu Master, hafði vakið furðu margra í Go-samfélaginu fyrir undarlegan en árangursríkan leikstíl. Vakti leikstíllinn grunsemdir um að þarna væri ekki maður að verki heldur gervigreind. Sú reyndist raunin og staðfesti Demis Hassabis, forstjóri DeepMind, þetta í tilkynningu í gær. „Niðurstöðurnar gera okkur spennt fyrir framhaldinu og því sem Go-samfélagið gæti lært af leikstíl AlphaGo. Eftir að hafa spilað við AlphaGo sagði stórmeistarinn Gu Li að mannkynið gæti komist að dýpstu leyndarmálum Go,“ segir í tilkynningunni. Hassabis segir framhaldið vera það að gervigreindin spili á opinberum vettvangi í samstarfi við Go-sambönd og sérfræðinga. Með því væri hægt að varpa ljósi á leyndardóma spilsins og hjálpa því að þróast. AlphaGo hefur nú unnið sextíu leiki í röð og meðal annars gegn heimsmeisturunum Lee Sedol og Ke Jie. Hinn undarlegi leikstíll er sagður slá mennska spilara út af laginu og þá leikur gervigreindin mun hraðar en flestir menn gera. Go er fyrir tvo leikmenn og er spilið talið vera allt að þrjú þúsund ára gamalt. Þótt reglur þess séu einfaldar eru mögulegar stöður í spilinu sagðar vera fleiri en atómin í hinum sjáanlega alheimi. Leikborðið er nokkru stærra en í skák og því geta leikirnir orðið mun lengri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
AlphaGo, gervigreind fyrirtækisins DeepMind sem gerði garðinn frægan þegar hún vann heimsmeistarann Lee Sedol í kínverska spilinu Go, hefur undanfarið keppt í leyni á netinu. Þar hefur hún pakkað saman mörgum af bestu Go-spilurum heims. AlphaGo, sem gekk undir notandanafninu Master, hafði vakið furðu margra í Go-samfélaginu fyrir undarlegan en árangursríkan leikstíl. Vakti leikstíllinn grunsemdir um að þarna væri ekki maður að verki heldur gervigreind. Sú reyndist raunin og staðfesti Demis Hassabis, forstjóri DeepMind, þetta í tilkynningu í gær. „Niðurstöðurnar gera okkur spennt fyrir framhaldinu og því sem Go-samfélagið gæti lært af leikstíl AlphaGo. Eftir að hafa spilað við AlphaGo sagði stórmeistarinn Gu Li að mannkynið gæti komist að dýpstu leyndarmálum Go,“ segir í tilkynningunni. Hassabis segir framhaldið vera það að gervigreindin spili á opinberum vettvangi í samstarfi við Go-sambönd og sérfræðinga. Með því væri hægt að varpa ljósi á leyndardóma spilsins og hjálpa því að þróast. AlphaGo hefur nú unnið sextíu leiki í röð og meðal annars gegn heimsmeisturunum Lee Sedol og Ke Jie. Hinn undarlegi leikstíll er sagður slá mennska spilara út af laginu og þá leikur gervigreindin mun hraðar en flestir menn gera. Go er fyrir tvo leikmenn og er spilið talið vera allt að þrjú þúsund ára gamalt. Þótt reglur þess séu einfaldar eru mögulegar stöður í spilinu sagðar vera fleiri en atómin í hinum sjáanlega alheimi. Leikborðið er nokkru stærra en í skák og því geta leikirnir orðið mun lengri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira