Toyota frumsýnir C-HR um helgina Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 09:13 Flottar línur í Toyota C-HR. Mikill viðbúnaður hefur verið að undanförnu hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota sem frumsýna nýjan Toyota C-HR næstkomandi laugardag og sunnudag, 7. og 8. janúar. Þessa bíls hefur verið beðið með meiri eftirvæntingu en dæmi eru um í seinni tíð hjá Toyota enda hefur C-HR vakið athygli fyrir fallega hönnun og þykir bíllinn gefa til kynna nýja tíma hjá Toyota. Slípaður demantur var hafður sem fyrirmynd að útliti bílsins bæði að utan og innan enda þykir C-HR glæsilegur á götu og vekur eftirtekt hvar sem hann fer. Aksturseiginleikar eru góðir og vel fer um ökumann og farþega í bílnum. C-HR er fáanlegur í nokkrum útfærslum og kostar hann frá 3.940.000 kr. Opið verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á laugardag, 7. janúar frá kl. 12:00 – 16:00 og auk þess verður opið á sunnudag á sama tíma hjá Toyota Kauptúni og Toyota Akureyri.C-HR fæst í hrikalega flottum litum. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Mikill viðbúnaður hefur verið að undanförnu hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota sem frumsýna nýjan Toyota C-HR næstkomandi laugardag og sunnudag, 7. og 8. janúar. Þessa bíls hefur verið beðið með meiri eftirvæntingu en dæmi eru um í seinni tíð hjá Toyota enda hefur C-HR vakið athygli fyrir fallega hönnun og þykir bíllinn gefa til kynna nýja tíma hjá Toyota. Slípaður demantur var hafður sem fyrirmynd að útliti bílsins bæði að utan og innan enda þykir C-HR glæsilegur á götu og vekur eftirtekt hvar sem hann fer. Aksturseiginleikar eru góðir og vel fer um ökumann og farþega í bílnum. C-HR er fáanlegur í nokkrum útfærslum og kostar hann frá 3.940.000 kr. Opið verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á laugardag, 7. janúar frá kl. 12:00 – 16:00 og auk þess verður opið á sunnudag á sama tíma hjá Toyota Kauptúni og Toyota Akureyri.C-HR fæst í hrikalega flottum litum.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent