Svona setur þú þér markmið og nærð þeim Guðný Hrönn skrifar 8. janúar 2017 15:30 Alda Sigurðardóttir er stofnandi og eigandi Vendum stjórnendaþjálfunar. Mynd/Gunnar Svanberg Þegar nýtt ár gengur í garð setur fólk sér gjarnan markmið. Stjórnendaþjálfarinn og ráðgjafinn Alda Sigurðardóttir hefur mikla reynslu af markmiðasetningu og Lífið fékk hana til að gefa lesendum nokkur góð ráð sem geta nýst á þessum tímamótum. Alda segir tilgang þess að setja sér ný markmið reglulega vera m.a. að ná betri stjórn á lífi sínu. „Þetta er ein árangursríkasta leið til að taka ábyrgð á lífi sínu. Með markmiðasetningu ertu að taka stjórn á lífinu og stýra því í þá átt sem þú vilt fara. Það er krafa nútímans að setja sér markmið í starfi og undan því verður ekki komist, en ég mæli einnig með að fólk setji sér persónuleg markmið,“ útskýrir Alda. Hún segir hins vegar vera mikilvægt að þekkja sín takmörk. „Sérstaklega þegar fólk er yfirkeyrt, t.d. eftir mikla vinnu eða krefjandi fjölskylduaðstæður. Þá er nauðsynlegt að koma sér í jafnvægi fyrst og endurnýja orku sína því það að ná krefjandi markmiðum krefst orku og það þarf þá að vera innistæða fyrir henni.“En hvernig setur Alda sjálf sér markmið? „Ég set mér markmið í byrjun nýs árs og endurskoða þau svo yfirleitt um páskana. Svo set ég mér yfirleitt ný markmið í lok sumars fyrir veturinn. Markmiðasetning á alls ekki að vera eingöngu bundin við áramót að mínu mati, heldur frekar vera lífsstíll. Best er ef ferlið er áreynslulaust og auðgandi sem slíkt,“ útskýrir Alda. „Það hefur reynst mér einna best að setja mér annars vegar afar háleit framtíðarmarkmið og hins vegar raunsæ skammtímamarkmið. Stundum hef ég sett mér framtíðarmarkmið sem ég trúi ekki einu sinni sjálf að ég muni ná og þá nota ég sjónmyndun eða það sem kallast á ensku „visualization“, þá sé ég fyrir mér útkomuna eins skýrt og ég get og rifja upp þá mynd aftur og aftur, sérstaklega þegar vel liggur á mér, finn tilfinninguna sem fylgir og máta mig við þann ímyndaða veruleika,“ segir Alda sem þykir gaman að vinna með myndrænt form.Alda mælir með að fólk skrifi markmið sín niður.Nordicphotos/Getty„Ég setti mér mjög háleitt markmið til fimm ára þegar ég stofnaði Vendum, það var að vinna með stjórnanda hjá Fortune 500 fyrirtæki, en satt best að segja hafði ég enga trú á því markmiði, ég þekkti engan hjá slíku fyrirtæki,“ segir Alda aðspurð um háleitt markmið sem hún hefur sett sér og náð. „En ótrúlegt en satt, þá náði ég því markmiði þegar Vendum var fjögurra ára og tíu mánaða og hef þar að auki unnið með stjórnendum í átta löndum síðastliðin sex ár. Ég hvet alla til að gefa sér leyfi til að hugsa stórt, en það er ekki nóg að hugsa, það þarf líka að hegða sér á stefnumiðaðan hátt.“En hvernig á maður að bregðast við þegar maður nær ekki markmiðum sínum? „Þá er gott að byrja á því að spyrja sig um tilgang markmiðsins, hversu miklu máli það skiptir mann og hverjar séu mögulegar afleiðingar. Svo er næsta skref að spyrja sig: „Hverju er ég tilbúin að fórna til að ná því?“ og svo þarf mögulega að endurhanna markmiðið í takt við það. Oft þarf að hanna það á raunsærri hátt en áður, skoða hvað maður ætlar að gera öðruvísi og byrja á smærri skrefum. Og ef maður kemst að því að markmiðið skiptir mann ekki eins miklu máli og maður hélt, þá á maður einfaldlega leggja það til hliðar á meðvitaðan hátt,“ segir Alda og bætir við: „Það er bara til eitt eintak af þér, farðu vel með það því það er á þína ábyrgð og ekki gleyma að hafa eins mikið gaman og þú getur.“Átta skotheld ráð frá Öldu sem gætu hjálpað þér að ná markmiðum þínum1. Farðu í sjálfsskoðun: Það er mikilvægt að hver og einn íhugi hvað hentar honum. Fyrir suma hentar að skrifa niður markmiðin, eitthvað sem ég hvet reyndar alla til að gera. Fyrir aðra er nóg að sjá árangurinn myndrænt fyrir sér. Það er engin ein rétt leið til, lykilatriðið er að þekkja sjálfan sig og búa svo til leiðina eða áætlun út frá því.2. Kannaðu markmiðið: Í framhaldinu er gott að brjóta hvert markmið niður í t.d. þrískiptar aðgerðir. Hvað get ég gert strax, hverju þarf ég að huga að til lengri tíma og hvaða viðhorf og hugsanir þarf ég að endurskoða hjá mér til að ná þessu markmiði.3. Leitaðu stuðnings: Það er gott að finna út hver getur stutt mig eða aðstoðað. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar mættum innræta okkur meira, vera ófeimin við að biðja um stuðning.4. Nýttu verkfæri og tól: Það er nóg til af verkfærum og ég mæli með að fólk leiti hjá frú Google, en á vefnum má finna aragrúa af alls kyns markmið- aformum og æfingum.5. Skilgreindu árangur: Það getur margt breyst í markmiðasetningu þegar maður endurskilgreinir hvað árangur er. Árangur eitt árið getur verið að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs og skipuleggja sig betur, en á öðru ári getur það verið að ganga á fjöll, en aðalatriðið er að staldra við, hvað er það sem skiptir mig máli núna, vera raunsæ og njóta ferðalagsins.6. Endurskoðaðu: Það er nauð- synlegt að endurskoða markmiðin reglulega og aðlaga þau jafnóðum, brjóta þau betur niður eða einfaldlega breyta þeim í takt við breyttar að- stæður.7. Fagnaðu: Það er letjandi til lengri tíma að vera í stöðugri keyrslu. Það hefur mikil áhrif að gefa sér tíma til að fagna árangri og áföngum í lífinu.8. Besta ráðið: Eitt besta ráð í markmiðasetningu er að vera aldrei í samkeppni við aðra heldur eingöngu við sjálfan sig. Það lifa allir við svo ólíkar aðstæður og við höfum svo ólíkan bakgrunn. Heilsa Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Þegar nýtt ár gengur í garð setur fólk sér gjarnan markmið. Stjórnendaþjálfarinn og ráðgjafinn Alda Sigurðardóttir hefur mikla reynslu af markmiðasetningu og Lífið fékk hana til að gefa lesendum nokkur góð ráð sem geta nýst á þessum tímamótum. Alda segir tilgang þess að setja sér ný markmið reglulega vera m.a. að ná betri stjórn á lífi sínu. „Þetta er ein árangursríkasta leið til að taka ábyrgð á lífi sínu. Með markmiðasetningu ertu að taka stjórn á lífinu og stýra því í þá átt sem þú vilt fara. Það er krafa nútímans að setja sér markmið í starfi og undan því verður ekki komist, en ég mæli einnig með að fólk setji sér persónuleg markmið,“ útskýrir Alda. Hún segir hins vegar vera mikilvægt að þekkja sín takmörk. „Sérstaklega þegar fólk er yfirkeyrt, t.d. eftir mikla vinnu eða krefjandi fjölskylduaðstæður. Þá er nauðsynlegt að koma sér í jafnvægi fyrst og endurnýja orku sína því það að ná krefjandi markmiðum krefst orku og það þarf þá að vera innistæða fyrir henni.“En hvernig setur Alda sjálf sér markmið? „Ég set mér markmið í byrjun nýs árs og endurskoða þau svo yfirleitt um páskana. Svo set ég mér yfirleitt ný markmið í lok sumars fyrir veturinn. Markmiðasetning á alls ekki að vera eingöngu bundin við áramót að mínu mati, heldur frekar vera lífsstíll. Best er ef ferlið er áreynslulaust og auðgandi sem slíkt,“ útskýrir Alda. „Það hefur reynst mér einna best að setja mér annars vegar afar háleit framtíðarmarkmið og hins vegar raunsæ skammtímamarkmið. Stundum hef ég sett mér framtíðarmarkmið sem ég trúi ekki einu sinni sjálf að ég muni ná og þá nota ég sjónmyndun eða það sem kallast á ensku „visualization“, þá sé ég fyrir mér útkomuna eins skýrt og ég get og rifja upp þá mynd aftur og aftur, sérstaklega þegar vel liggur á mér, finn tilfinninguna sem fylgir og máta mig við þann ímyndaða veruleika,“ segir Alda sem þykir gaman að vinna með myndrænt form.Alda mælir með að fólk skrifi markmið sín niður.Nordicphotos/Getty„Ég setti mér mjög háleitt markmið til fimm ára þegar ég stofnaði Vendum, það var að vinna með stjórnanda hjá Fortune 500 fyrirtæki, en satt best að segja hafði ég enga trú á því markmiði, ég þekkti engan hjá slíku fyrirtæki,“ segir Alda aðspurð um háleitt markmið sem hún hefur sett sér og náð. „En ótrúlegt en satt, þá náði ég því markmiði þegar Vendum var fjögurra ára og tíu mánaða og hef þar að auki unnið með stjórnendum í átta löndum síðastliðin sex ár. Ég hvet alla til að gefa sér leyfi til að hugsa stórt, en það er ekki nóg að hugsa, það þarf líka að hegða sér á stefnumiðaðan hátt.“En hvernig á maður að bregðast við þegar maður nær ekki markmiðum sínum? „Þá er gott að byrja á því að spyrja sig um tilgang markmiðsins, hversu miklu máli það skiptir mann og hverjar séu mögulegar afleiðingar. Svo er næsta skref að spyrja sig: „Hverju er ég tilbúin að fórna til að ná því?“ og svo þarf mögulega að endurhanna markmiðið í takt við það. Oft þarf að hanna það á raunsærri hátt en áður, skoða hvað maður ætlar að gera öðruvísi og byrja á smærri skrefum. Og ef maður kemst að því að markmiðið skiptir mann ekki eins miklu máli og maður hélt, þá á maður einfaldlega leggja það til hliðar á meðvitaðan hátt,“ segir Alda og bætir við: „Það er bara til eitt eintak af þér, farðu vel með það því það er á þína ábyrgð og ekki gleyma að hafa eins mikið gaman og þú getur.“Átta skotheld ráð frá Öldu sem gætu hjálpað þér að ná markmiðum þínum1. Farðu í sjálfsskoðun: Það er mikilvægt að hver og einn íhugi hvað hentar honum. Fyrir suma hentar að skrifa niður markmiðin, eitthvað sem ég hvet reyndar alla til að gera. Fyrir aðra er nóg að sjá árangurinn myndrænt fyrir sér. Það er engin ein rétt leið til, lykilatriðið er að þekkja sjálfan sig og búa svo til leiðina eða áætlun út frá því.2. Kannaðu markmiðið: Í framhaldinu er gott að brjóta hvert markmið niður í t.d. þrískiptar aðgerðir. Hvað get ég gert strax, hverju þarf ég að huga að til lengri tíma og hvaða viðhorf og hugsanir þarf ég að endurskoða hjá mér til að ná þessu markmiði.3. Leitaðu stuðnings: Það er gott að finna út hver getur stutt mig eða aðstoðað. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar mættum innræta okkur meira, vera ófeimin við að biðja um stuðning.4. Nýttu verkfæri og tól: Það er nóg til af verkfærum og ég mæli með að fólk leiti hjá frú Google, en á vefnum má finna aragrúa af alls kyns markmið- aformum og æfingum.5. Skilgreindu árangur: Það getur margt breyst í markmiðasetningu þegar maður endurskilgreinir hvað árangur er. Árangur eitt árið getur verið að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs og skipuleggja sig betur, en á öðru ári getur það verið að ganga á fjöll, en aðalatriðið er að staldra við, hvað er það sem skiptir mig máli núna, vera raunsæ og njóta ferðalagsins.6. Endurskoðaðu: Það er nauð- synlegt að endurskoða markmiðin reglulega og aðlaga þau jafnóðum, brjóta þau betur niður eða einfaldlega breyta þeim í takt við breyttar að- stæður.7. Fagnaðu: Það er letjandi til lengri tíma að vera í stöðugri keyrslu. Það hefur mikil áhrif að gefa sér tíma til að fagna árangri og áföngum í lífinu.8. Besta ráðið: Eitt besta ráð í markmiðasetningu er að vera aldrei í samkeppni við aðra heldur eingöngu við sjálfan sig. Það lifa allir við svo ólíkar aðstæður og við höfum svo ólíkan bakgrunn.
Heilsa Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira