Þessar myndir sem hér sjást eru áberandi um allan heim þessa dagana og mikið notaðar við kynningu á þessum magnaða bíl. Faraday Future kynnti þennan nýja bíl sinn í síðustu viku á stórri raftækjasýningu í Las Vegas og eðlilega vakti hann þar mikla eftirvæntingu, en hér fer 1.050 hestafla rafmagnsbíll með 610 km drægi. Þessi bíll er ansi snöggur úr sporunum og kemst á 100 km hraða á 2,39 sekúndum.


