Yfirmaður Volkswagen í Bandaríkjunum fangelsaður Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2017 14:36 Enn heldur maraþonmál Volkswagensvindlsins áfram. Oliver Schmidt, einn af yfirmönnum Volkswagen í Bandaríkjunum og sá sem er ábyrgur fyrir því að farið sé eftir reglugerðum þeim sem bílaframleiðendum eru settar þar vestra hefur verið settur í fangelsi. Schmidt hefur verið ákærður fyrir að hylma yfir ranglega framsettar upplýsingar um mengun Volkswagen bíla, en ákæruvaldið heldur því fram að hann hafi með kerfisbundnum hætti reynt að fela upplýsingar um þann svindlhugbúnað sem var í bílum Volkswagen í Bandaríkjunum. Hans býður nú allt að 5 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur um þetta ákæruatriði. Annar starfsmaður Volkswagen í Bandaríkjunum sem er verkfræðingur hefur viðurkennt sekt sína í sama máli og gerði það reyndar í september á síðasta ári og hljóðar ákæra honum á hendur líka uppá 5 ára fangelsinsvist og 250.000 dollara sektargreiðslu að auki. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Oliver Schmidt, einn af yfirmönnum Volkswagen í Bandaríkjunum og sá sem er ábyrgur fyrir því að farið sé eftir reglugerðum þeim sem bílaframleiðendum eru settar þar vestra hefur verið settur í fangelsi. Schmidt hefur verið ákærður fyrir að hylma yfir ranglega framsettar upplýsingar um mengun Volkswagen bíla, en ákæruvaldið heldur því fram að hann hafi með kerfisbundnum hætti reynt að fela upplýsingar um þann svindlhugbúnað sem var í bílum Volkswagen í Bandaríkjunum. Hans býður nú allt að 5 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur um þetta ákæruatriði. Annar starfsmaður Volkswagen í Bandaríkjunum sem er verkfræðingur hefur viðurkennt sekt sína í sama máli og gerði það reyndar í september á síðasta ári og hljóðar ákæra honum á hendur líka uppá 5 ára fangelsinsvist og 250.000 dollara sektargreiðslu að auki.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent