Indland er orðið sjötta stærsta hagkerfi heims, og siglir þar með fram úr Bretlandi sem er komið í sjöunda sætið.
Mikill hagvöxtur hefur verið á Indlandi í heilan aldarfjórðung, en efnahagsvandræði Breta vegna væntanlegrar útgöngu úr Evrópusambandinu vega þarna þungt.
Enn munar þó ekki miklu á stærð breska og indverska hagkerfisins, þannig að vegna gengisflökts gætu þau haldið áfram að skiptast á fimmta og sjötta sætinu á næstunni.
Bandaríkin eru sem fyrr stærsta hagkerfi heims, svo Kína, Japan, Þýskaland og Frakkland.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
