Subaru skutlar fólki upp skíðabrekkurnar á ógnarhraða Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2016 09:45 Líklega er það eina leiðinlega við skíðamennsku að bíða eftir lyftunni og sitja síðan í henni ef hún er hægfara. Þetta hefur Subaru leyst með því að bjóða skíðamönnum á japönskum skíðasvæðum að fá far upp brekkurnar í Subaru Outback og er þá ekið eins og fjandinn sé á eftir bílnum. Þessi þjónusta er samt ekki eitthvað sem viðhöfð er allt skíðatímabilið, heldur gerir Subaru þetta í kynningarskyni í nokkra daga til að sýna fólki hvað þessi frábæri bíll getur í glímunni við snjó og brattar brekkur. Reyndar hefur Subaru gert þetta í heimalandinu allt frá árinu 2014 og til stendur að endurtaka leikinn bæði í janúar og febrúar á næsta ári. Subaru hefur ekki aðeins notað Outback bíl sinn til að sýna gott fjórhjóladrifið, heldur einnig Forester og Impreza WRS STI, sem er fólksbíll með mikla rallýeiginleika og afl. Þeim skíðamönnum sem þyggja far með Subaru upp skíðabrekkurnar virðast skemmta sér hið besta ef marka má myndskeiðið hér að ofan og víst er að þeir eru mun sneggri upp brekkurnar aftur, en ef farið hefði verið með skíðalyftunni. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent
Líklega er það eina leiðinlega við skíðamennsku að bíða eftir lyftunni og sitja síðan í henni ef hún er hægfara. Þetta hefur Subaru leyst með því að bjóða skíðamönnum á japönskum skíðasvæðum að fá far upp brekkurnar í Subaru Outback og er þá ekið eins og fjandinn sé á eftir bílnum. Þessi þjónusta er samt ekki eitthvað sem viðhöfð er allt skíðatímabilið, heldur gerir Subaru þetta í kynningarskyni í nokkra daga til að sýna fólki hvað þessi frábæri bíll getur í glímunni við snjó og brattar brekkur. Reyndar hefur Subaru gert þetta í heimalandinu allt frá árinu 2014 og til stendur að endurtaka leikinn bæði í janúar og febrúar á næsta ári. Subaru hefur ekki aðeins notað Outback bíl sinn til að sýna gott fjórhjóladrifið, heldur einnig Forester og Impreza WRS STI, sem er fólksbíll með mikla rallýeiginleika og afl. Þeim skíðamönnum sem þyggja far með Subaru upp skíðabrekkurnar virðast skemmta sér hið besta ef marka má myndskeiðið hér að ofan og víst er að þeir eru mun sneggri upp brekkurnar aftur, en ef farið hefði verið með skíðalyftunni.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent