Jepplingar og jeppar 26,7% af bílasölu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2016 13:58 Mikil aukning hefur verið á sölu jepplinga og jeppa um allan á heim á síðustu misserum og sker Evrópa sig ekki úr hvað það varðar. Aukningin í jepplinga- og jeppasölu (SUV) í álfunni í ár nemur 16,1% og eru 26,7% allra seldra nýrra bíla. Söluaukningin í heild í bílasölu í Evrópu á fyrstu 11 mánuðum ársins er 6,8% og heildarsalan komin í 13,9 milljón bíla. Aukningin í nóvember var 5%, svo ef til vill er að hægjast aðeins á aukningunni, en engu að síður er spáð ágætu bílasöluári 2017. Mest aukning í bílasölu í álfunni var á Spáni, eða 13% og í Frakklandi var 8,2% vöxtur. Volkswagen er enn langstærsti bílasali í Evrópu með 24,56% hlutdeild, en er samt með 0,28% minni hlutdeild í ár en í fyrra. Renault-Nissan er næststærsti bílasalinn með 14,1% hlutdeild og 0,72% hlutdeildaraukningu á milli ára. Mercedes Benz var með mestu hlutdeildaraukninguna, eða 0,83% og er fimmsti stærsti bílasalinn í álfunni. Mestu hlutdeildinni tapaði hinsvegar Peugeot/Citroën, eða 1,19%, en er samt þriðja stærsta bílasölufyrirtækið. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent
Mikil aukning hefur verið á sölu jepplinga og jeppa um allan á heim á síðustu misserum og sker Evrópa sig ekki úr hvað það varðar. Aukningin í jepplinga- og jeppasölu (SUV) í álfunni í ár nemur 16,1% og eru 26,7% allra seldra nýrra bíla. Söluaukningin í heild í bílasölu í Evrópu á fyrstu 11 mánuðum ársins er 6,8% og heildarsalan komin í 13,9 milljón bíla. Aukningin í nóvember var 5%, svo ef til vill er að hægjast aðeins á aukningunni, en engu að síður er spáð ágætu bílasöluári 2017. Mest aukning í bílasölu í álfunni var á Spáni, eða 13% og í Frakklandi var 8,2% vöxtur. Volkswagen er enn langstærsti bílasali í Evrópu með 24,56% hlutdeild, en er samt með 0,28% minni hlutdeild í ár en í fyrra. Renault-Nissan er næststærsti bílasalinn með 14,1% hlutdeild og 0,72% hlutdeildaraukningu á milli ára. Mercedes Benz var með mestu hlutdeildaraukninguna, eða 0,83% og er fimmsti stærsti bílasalinn í álfunni. Mestu hlutdeildinni tapaði hinsvegar Peugeot/Citroën, eða 1,19%, en er samt þriðja stærsta bílasölufyrirtækið.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent