Jepplingar og jeppar 26,7% af bílasölu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2016 13:58 Mikil aukning hefur verið á sölu jepplinga og jeppa um allan á heim á síðustu misserum og sker Evrópa sig ekki úr hvað það varðar. Aukningin í jepplinga- og jeppasölu (SUV) í álfunni í ár nemur 16,1% og eru 26,7% allra seldra nýrra bíla. Söluaukningin í heild í bílasölu í Evrópu á fyrstu 11 mánuðum ársins er 6,8% og heildarsalan komin í 13,9 milljón bíla. Aukningin í nóvember var 5%, svo ef til vill er að hægjast aðeins á aukningunni, en engu að síður er spáð ágætu bílasöluári 2017. Mest aukning í bílasölu í álfunni var á Spáni, eða 13% og í Frakklandi var 8,2% vöxtur. Volkswagen er enn langstærsti bílasali í Evrópu með 24,56% hlutdeild, en er samt með 0,28% minni hlutdeild í ár en í fyrra. Renault-Nissan er næststærsti bílasalinn með 14,1% hlutdeild og 0,72% hlutdeildaraukningu á milli ára. Mercedes Benz var með mestu hlutdeildaraukninguna, eða 0,83% og er fimmsti stærsti bílasalinn í álfunni. Mestu hlutdeildinni tapaði hinsvegar Peugeot/Citroën, eða 1,19%, en er samt þriðja stærsta bílasölufyrirtækið. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Mikil aukning hefur verið á sölu jepplinga og jeppa um allan á heim á síðustu misserum og sker Evrópa sig ekki úr hvað það varðar. Aukningin í jepplinga- og jeppasölu (SUV) í álfunni í ár nemur 16,1% og eru 26,7% allra seldra nýrra bíla. Söluaukningin í heild í bílasölu í Evrópu á fyrstu 11 mánuðum ársins er 6,8% og heildarsalan komin í 13,9 milljón bíla. Aukningin í nóvember var 5%, svo ef til vill er að hægjast aðeins á aukningunni, en engu að síður er spáð ágætu bílasöluári 2017. Mest aukning í bílasölu í álfunni var á Spáni, eða 13% og í Frakklandi var 8,2% vöxtur. Volkswagen er enn langstærsti bílasali í Evrópu með 24,56% hlutdeild, en er samt með 0,28% minni hlutdeild í ár en í fyrra. Renault-Nissan er næststærsti bílasalinn með 14,1% hlutdeild og 0,72% hlutdeildaraukningu á milli ára. Mercedes Benz var með mestu hlutdeildaraukninguna, eða 0,83% og er fimmsti stærsti bílasalinn í álfunni. Mestu hlutdeildinni tapaði hinsvegar Peugeot/Citroën, eða 1,19%, en er samt þriðja stærsta bílasölufyrirtækið.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent