Aukning bílasölu 7 ár í röð vestra Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2016 15:55 Sala á Jeep bílum hefur verið frábær í Bandaríkjunum í ár, sem og víðar um heiminn. Nú er enn eitt árið að renna sitt skeið þar sem aukning hefur orðið í bílasölu í Bandaríkjunum og markar árið í ár það sjöunda í röðinni þar sem vöxtur hefur orðið milli ára. Það gerðist síðast fyrir meira en öld síðan og var þá keyrt áfram á síaukinni sölu T-Ford bílsins. Ekki mun muna miklu á sölunni í ár og í fyrra og er því spáð að aðeins muni muna 26.000 bílum, en bæði í ár og í fyrra er salan um 17,5 milljón bílar. Það var mjög mikil bílasala í nóvember sem líklega mun tryggja það að fleiri bílar seljist í ár en í fyrra. Einnig hefur það hjálpað mikið til að bílaframleiðendur og bílasalar hafa gefið mjög háa afslætti af nýjum bílum undanfarna mánuði og hafa hærri afslættir aldrei sést. Ástæða þess er aðallega vegna mikillar offramleiðslu bílaframleiðenda og hafa talsverðar birgðir safnast upp sem þessum aðilum er umhugað um að koma út sem fyrst. Allir bandarísku bílaframleiðendurnir hafa vegna þessa ákveðið að stöðva framleiðslu að mestu í fyrstu viku næsta árs í mörgum af verksmiðjum sínum og því verður áramótafríið óvenju langt hjá starfsfólki í þeim verksmiðjum. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Nú er enn eitt árið að renna sitt skeið þar sem aukning hefur orðið í bílasölu í Bandaríkjunum og markar árið í ár það sjöunda í röðinni þar sem vöxtur hefur orðið milli ára. Það gerðist síðast fyrir meira en öld síðan og var þá keyrt áfram á síaukinni sölu T-Ford bílsins. Ekki mun muna miklu á sölunni í ár og í fyrra og er því spáð að aðeins muni muna 26.000 bílum, en bæði í ár og í fyrra er salan um 17,5 milljón bílar. Það var mjög mikil bílasala í nóvember sem líklega mun tryggja það að fleiri bílar seljist í ár en í fyrra. Einnig hefur það hjálpað mikið til að bílaframleiðendur og bílasalar hafa gefið mjög háa afslætti af nýjum bílum undanfarna mánuði og hafa hærri afslættir aldrei sést. Ástæða þess er aðallega vegna mikillar offramleiðslu bílaframleiðenda og hafa talsverðar birgðir safnast upp sem þessum aðilum er umhugað um að koma út sem fyrst. Allir bandarísku bílaframleiðendurnir hafa vegna þessa ákveðið að stöðva framleiðslu að mestu í fyrstu viku næsta árs í mörgum af verksmiðjum sínum og því verður áramótafríið óvenju langt hjá starfsfólki í þeim verksmiðjum.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent