Rússi ók inní flugstöð á flótta frá lögreglu Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2016 16:54 Allra furðulegustu og ótrúlegustu hlutir gerast einhverra hluta vegna flestir í Rússlandi. Lögreglumennirnir sem eltu þennan brotamann trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir horfðu á eftir honum aka Lada Samara bíl sínum inní flugstöðina á Kazan í Rússlandi á flótta sínum undan þeim. Til þess þurfti hann reyndar að aka nokkrum sinnum á hurðina inní flugstöðina uns hún loks gaf sig. Á meðan lömdu lögreglumennirnir bílinn að utan, en náðu ekki að stöðva för hans fyrr en hann hafði ekið dágóðan spöl um flugstöðina. Með ruddaakstri sínum náði brotamaðurinn að valda 11 milljón króna tjóni. Hann náðist þó að lokum og gistir nú fangaklefana í Kazan og bíður dóms fyrir verknað sinn. Helsta ástæðan fyrir því að hann var að flýja laganna verði var líklega sú að í bíl hans voru 4 grömm af marijuana. Það er þó ekki stór ástæða til að valda 11 milljón króna tjóni og setja fjölda fólks í mikla hættu. Myndskeiðið hér að ofan sýnir flóttatilraun hans. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Allra furðulegustu og ótrúlegustu hlutir gerast einhverra hluta vegna flestir í Rússlandi. Lögreglumennirnir sem eltu þennan brotamann trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir horfðu á eftir honum aka Lada Samara bíl sínum inní flugstöðina á Kazan í Rússlandi á flótta sínum undan þeim. Til þess þurfti hann reyndar að aka nokkrum sinnum á hurðina inní flugstöðina uns hún loks gaf sig. Á meðan lömdu lögreglumennirnir bílinn að utan, en náðu ekki að stöðva för hans fyrr en hann hafði ekið dágóðan spöl um flugstöðina. Með ruddaakstri sínum náði brotamaðurinn að valda 11 milljón króna tjóni. Hann náðist þó að lokum og gistir nú fangaklefana í Kazan og bíður dóms fyrir verknað sinn. Helsta ástæðan fyrir því að hann var að flýja laganna verði var líklega sú að í bíl hans voru 4 grömm af marijuana. Það er þó ekki stór ástæða til að valda 11 milljón króna tjóni og setja fjölda fólks í mikla hættu. Myndskeiðið hér að ofan sýnir flóttatilraun hans.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent