Hundruð starfsmanna í fataverksmiðjum sagt upp eftir mótmæli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2016 18:09 Starfsmenn verksmiðjanna mótmæla. Vísir/EPA Að minnsta kosti 1500 starfsmönnum hefur verið sagt upp í fataverksmiðjum í Bangladesh eftir að mótmæli þeirra höfðu orðið til þess að mörgum verksmiðjum var lokað í allt að viku. Guardian greinir frá.Fataverksmiðjurnar sem um ræðir sjá um að framleiða föt fyrir stærstu fatamerki veraldar eins og Gap, Zara og H&M en þúsundir starfsmanna gengu út úr verksmiðjunum sem allar eru staðsettar í Ashulia hverfinu í Daka, höfuðborg Bangladesh. Upprunalega mótmæltu starfsmenn því sem þóttu ólögmætar uppsagnir 121 starfsmanna slíkra verksmiðja en fljótt þróaðist tilgangur mótmælanna og starfsmennirnir fóru að krefjast þreföldun launa sinna en meðalmánaðarlaun starfsmanna í fataverksmiðjum Bangladesh eru um 7500 krónur. Efnahagur landsins á allt sitt undir í útflutning á slíkum fötum og því brugðust yfirvöld ókvæða við mótmælum starfsmannanna en lögreglan taldi þau ólögleg. Í dag ákváðu eigendur verksmiðjanna að grípa til uppsagna til þess að geta hafið starfsemi á ný.Á ekki efni á mat á laununumShawkat Ali var einn þeirra starfsmanna sem rekinn var. Hann hafði tekið þátt í mótmælunum og krafist hærra launa vegna þess að hann eyðir að hans sögn svo stórum hluta launa sinna í leigu í hverjum mánuði. „Ég get ekki keypt mat fyrir launin“ sagði Ali en rúmlega 250 manns höfðu verið reknir í verksmiðjunni sem hann hafði starfað í. Í Bangladesh starfa rúmlega 4500 slíkra fataverksmiðja sem þekktar eru fyrir láglaunastefnu sina og bágar aðstæður starfsmanna. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Að minnsta kosti 1500 starfsmönnum hefur verið sagt upp í fataverksmiðjum í Bangladesh eftir að mótmæli þeirra höfðu orðið til þess að mörgum verksmiðjum var lokað í allt að viku. Guardian greinir frá.Fataverksmiðjurnar sem um ræðir sjá um að framleiða föt fyrir stærstu fatamerki veraldar eins og Gap, Zara og H&M en þúsundir starfsmanna gengu út úr verksmiðjunum sem allar eru staðsettar í Ashulia hverfinu í Daka, höfuðborg Bangladesh. Upprunalega mótmæltu starfsmenn því sem þóttu ólögmætar uppsagnir 121 starfsmanna slíkra verksmiðja en fljótt þróaðist tilgangur mótmælanna og starfsmennirnir fóru að krefjast þreföldun launa sinna en meðalmánaðarlaun starfsmanna í fataverksmiðjum Bangladesh eru um 7500 krónur. Efnahagur landsins á allt sitt undir í útflutning á slíkum fötum og því brugðust yfirvöld ókvæða við mótmælum starfsmannanna en lögreglan taldi þau ólögleg. Í dag ákváðu eigendur verksmiðjanna að grípa til uppsagna til þess að geta hafið starfsemi á ný.Á ekki efni á mat á laununumShawkat Ali var einn þeirra starfsmanna sem rekinn var. Hann hafði tekið þátt í mótmælunum og krafist hærra launa vegna þess að hann eyðir að hans sögn svo stórum hluta launa sinna í leigu í hverjum mánuði. „Ég get ekki keypt mat fyrir launin“ sagði Ali en rúmlega 250 manns höfðu verið reknir í verksmiðjunni sem hann hafði starfað í. Í Bangladesh starfa rúmlega 4500 slíkra fataverksmiðja sem þekktar eru fyrir láglaunastefnu sina og bágar aðstæður starfsmanna.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira