Finnar vilja risarafhlöðuverksmiðju Tesla Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 10:58 Risarafhlöðuverksmiðja Tesla í Reno. Tesla er nú að reisa risarafhlöðuverksmiðju í Reno í Nevada ríki Bandaríkjanna en hefur einnig hug á því að reisa aðra slíka í Evrópu. Í Finnlandi er mikill áhugi á því að slík verksmiðja rísi í Vaasa, en þar í nágrenninu er að finna stærstu lithium námu í Evrópu, nánar tiltekið í Kaustinen. Því telja Finnar að eðlilegast sé að reisa verksmiðjuna þar. Í verksmiðjunni í Reno munu starfa um 6.000 manns þegar hún er komin til fullra afkasta og slíkur fjöldi nýrra starfa freitar eðlilega Finna. Finnar vinna nú að því að með flestum ráðum að sannfæra Tesla um þessa staðsetningu og hefur fengið til þess verkfræðinga, sérfræðinga í flutningastarfsemi og verkefnastjóra málinu til stuðnings. Tesla hefur uppí áform um að framleiða allt að 500.000 bíla árið 2018 og vill opna verksmiðju í Evrópu, auk risarafhlöðuverksmiðju. Búist er við því að Tesla muni tilkynna hvar slíkar verksmiðjur rísi í Evrópu á fyrri helmingi næsta árs og því er tími Finna naumur til að sannfæra Elon Musk forstjóra Tesla og aðra stjórnendur fyrirtæksins um ágæta staðsetningarinnar í Vaasa. Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent
Tesla er nú að reisa risarafhlöðuverksmiðju í Reno í Nevada ríki Bandaríkjanna en hefur einnig hug á því að reisa aðra slíka í Evrópu. Í Finnlandi er mikill áhugi á því að slík verksmiðja rísi í Vaasa, en þar í nágrenninu er að finna stærstu lithium námu í Evrópu, nánar tiltekið í Kaustinen. Því telja Finnar að eðlilegast sé að reisa verksmiðjuna þar. Í verksmiðjunni í Reno munu starfa um 6.000 manns þegar hún er komin til fullra afkasta og slíkur fjöldi nýrra starfa freitar eðlilega Finna. Finnar vinna nú að því að með flestum ráðum að sannfæra Tesla um þessa staðsetningu og hefur fengið til þess verkfræðinga, sérfræðinga í flutningastarfsemi og verkefnastjóra málinu til stuðnings. Tesla hefur uppí áform um að framleiða allt að 500.000 bíla árið 2018 og vill opna verksmiðju í Evrópu, auk risarafhlöðuverksmiðju. Búist er við því að Tesla muni tilkynna hvar slíkar verksmiðjur rísi í Evrópu á fyrri helmingi næsta árs og því er tími Finna naumur til að sannfæra Elon Musk forstjóra Tesla og aðra stjórnendur fyrirtæksins um ágæta staðsetningarinnar í Vaasa.
Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent