Eyjan Bermúda í Atlantshafi er versta skattaskjólið fyrir fyrirtæki í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam.
The Guardian greinir frá því að þrjú bresk yfirráðasvæði utan Bermúda séu á listanum. Meðal fimmtán verstu skattaskjólanna eru Cayman-eyjar, Jersey og Bresku jómfrúaeyjar (þeirra á meðal er Tortóla).
Oxfam greindi frá því árið 2012 að bandarísk fyrirtæki hefðu tilkynnt um 80 milljarða dollara hagnað í Bermúda, sem er meira en samanlagður hagnaður þeirra í Japan, Kína, Þýskalandi og Frakklandi.
Oxfam hefur gagnrýnt starfsemi skattaskjóla fyrir að hafa af ríkisstjórnum fé sem mikil þörf sé á. Yfirvöld í Bermúda hafa hins vegar gagnrýnt skýrslu Oxfam og segja hana uppfulla af villum. Þau segjast jafnframt taka þátt í alþjóðlegu starfi gegn skattaundanskotum.
Stefnt er að því að lækka fyrirtækjaskatt í Bretlandi úr 20 prósentum í 17 prósent fyrir árið 2020 til að ýta undir það að bresk fyrirtæki greiði skatt í heimalandi sínu.
Bermúda versta skattaskjólið
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið



„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Viðskipti erlent

Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón
Viðskipti innlent


Ráðinn forstjóri Arctic Fish
Viðskipti innlent

„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“
Viðskipti innlent

Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja
Viðskipti innlent