Verður Yaris að spyrnukerru? Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2016 14:38 Verður Yaris brátt til með kringum 300 hestöfl undir húddinu? Þegar hugsað er um litlar spyrnukerrur í formi hlaðbaka leitar hugurinn ekki fyrst að Toyota Yaris, enda hefur hann aðeins fengist í fremur afllitlum útgáfum, en það gæti brátt breyst. Toyota hefur látið frá sér teikningar á ýmsum evrópskum samfélagsmiðlum undanfarið og þar sést að Toyota er alvara með að búa til kraftmikla og afar sportlega útgáfu af Yaris. Yaris má fá í dag með 1,5 lítra og 105 hestafla vél en engir nema Toyota menn hafa hugmynd um hve öflug sportlega útgáfan á að vera. Líklega verður hún þó ekki eins öflug og í Yaris WRC bílnum sem keppa mun í heimsmeistararöðinni í rallakstri á næsta keppnistímabili, en sá bíll er hvorki meira né minna en 375 hestöfl sem aðeins kemur þó frá 1,6 lítra vél. Toyota ætlar þó að þróa bílinn útfrá reynslu sinni af þessum rallbíl sínum og vonandi stenst hann snúninginn við bíla eins og Ford Focus RS og Subaru WRX STI. Það eru greinilega komnir skemmtilegir tímar hjá Toyota og áhugi núverandi forstjóra fyrirtæksins á aflmiklum bílum og keppnissporti er greinilega farinn af hafa jákvæð áhrif á fjöldaframleidda bíla þess líka. Eru það frábærar fréttir. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Þegar hugsað er um litlar spyrnukerrur í formi hlaðbaka leitar hugurinn ekki fyrst að Toyota Yaris, enda hefur hann aðeins fengist í fremur afllitlum útgáfum, en það gæti brátt breyst. Toyota hefur látið frá sér teikningar á ýmsum evrópskum samfélagsmiðlum undanfarið og þar sést að Toyota er alvara með að búa til kraftmikla og afar sportlega útgáfu af Yaris. Yaris má fá í dag með 1,5 lítra og 105 hestafla vél en engir nema Toyota menn hafa hugmynd um hve öflug sportlega útgáfan á að vera. Líklega verður hún þó ekki eins öflug og í Yaris WRC bílnum sem keppa mun í heimsmeistararöðinni í rallakstri á næsta keppnistímabili, en sá bíll er hvorki meira né minna en 375 hestöfl sem aðeins kemur þó frá 1,6 lítra vél. Toyota ætlar þó að þróa bílinn útfrá reynslu sinni af þessum rallbíl sínum og vonandi stenst hann snúninginn við bíla eins og Ford Focus RS og Subaru WRX STI. Það eru greinilega komnir skemmtilegir tímar hjá Toyota og áhugi núverandi forstjóra fyrirtæksins á aflmiklum bílum og keppnissporti er greinilega farinn af hafa jákvæð áhrif á fjöldaframleidda bíla þess líka. Eru það frábærar fréttir.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent