Sjálfakandi Google sjálfstætt fyrirtæki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Sýningareintak sjálfkeyrandi bíls frá Waymo. Vísir/AFP Sjálfkeyrandi bílaverkefni sem Google hefur unnið að undanfarin ár verður nú sjálfstætt fyrirtæki undir nafninu Waymo. Verður fyrirtækið því undir Alphabet, móðurfélagi Google. „Við erum nú orðið sjálfstætt fyrirtæki undir Alphabet-regnhlífinni,“ sagði John Krafcik, forstjóri hins nýja Waymo, á blaðamannafundi í San Francisco í gær. Þá sagði Krafcik einnig að Waymo-teymið hefði í fyrsta sinn prufað bíla sína án þess að manneskja hefði nokkur tök á að grípa inn í í borginni Austin á síðasta ári. Bíll Waymo er hvorki útbúinn fótstigum né stýri þannig að ómögulegt er fyrir manneskju að grípa inn í. Fyrstur til þess að sitja í slíkum bíl á ferð um götur Austin var Steve Mahan, lögblindur vinur eins verkfræðinga Waymo. Sat Mahan einn í bílnum á meðan gervigreind bílsins sá um að þræða götur borgarinnar. Tæknifréttasíðan The Information greindi frá því á mánudaginn að Google ætlaði að leggja verkefnið til hliðar og einbeita sér þess í stað að því að vinna við hlið annarra bílaframleiðenda og hjálpa þeim að innleiða gervigreind fyrir sjálfsstýringu. Hins vegar er ljóst að þær upplýsingar voru ekki alveg réttar. „Við höldum að þessi tækni geti gagnast við leigubílaþjónustu, flutninga og jafnvel persónulega notkun. Sjálfkeyrandi tækni kemur að miklum notum,“ sagði Krafcik einnig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílaverkefni sem Google hefur unnið að undanfarin ár verður nú sjálfstætt fyrirtæki undir nafninu Waymo. Verður fyrirtækið því undir Alphabet, móðurfélagi Google. „Við erum nú orðið sjálfstætt fyrirtæki undir Alphabet-regnhlífinni,“ sagði John Krafcik, forstjóri hins nýja Waymo, á blaðamannafundi í San Francisco í gær. Þá sagði Krafcik einnig að Waymo-teymið hefði í fyrsta sinn prufað bíla sína án þess að manneskja hefði nokkur tök á að grípa inn í í borginni Austin á síðasta ári. Bíll Waymo er hvorki útbúinn fótstigum né stýri þannig að ómögulegt er fyrir manneskju að grípa inn í. Fyrstur til þess að sitja í slíkum bíl á ferð um götur Austin var Steve Mahan, lögblindur vinur eins verkfræðinga Waymo. Sat Mahan einn í bílnum á meðan gervigreind bílsins sá um að þræða götur borgarinnar. Tæknifréttasíðan The Information greindi frá því á mánudaginn að Google ætlaði að leggja verkefnið til hliðar og einbeita sér þess í stað að því að vinna við hlið annarra bílaframleiðenda og hjálpa þeim að innleiða gervigreind fyrir sjálfsstýringu. Hins vegar er ljóst að þær upplýsingar voru ekki alveg réttar. „Við höldum að þessi tækni geti gagnast við leigubílaþjónustu, flutninga og jafnvel persónulega notkun. Sjálfkeyrandi tækni kemur að miklum notum,“ sagði Krafcik einnig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira