Opið bréf til fávita Sif Sigmarsdóttir skrifar 17. desember 2016 07:00 Kæri fáviti. Til hamingju. Þú ert kominn í tísku. Árið 2016 var árið þitt. Árið 2016 var ár flónskunnar, árið sem vanþekkingin varð kúl, árið sem and-vitsmunahyggjan hafði sérfræðingana undir, árið sem skoðanir urðu jafnréttháar staðreyndum, árið sem tilfinningin trompaði allt. Árið 2016 var árið þegar appelsínugulur furðufugl, með rasíska munnræpu, króníska klípiþörf, stutta fingur, langa veggi á heilanum og aflitaðan þvottabjörn á höfðinu var kosinn forseti Bandaríkjanna. Árið 2016 var góðærisár þeirra sem vilja trúa því að jörðin sé flöt, konur séu heimskar, fóstureyðingar morð, samkynhneigð röng, útlendingar ófreskjur, einangrun góð, samvinna slæm, loftslagsbreytingar bull, fordómar fínir og fortíðin best. Þetta opna bréf er hins vegar ekki til allra fávita, heldur aðeins tiltekins fávita.Frelsi sem á nafnið skilið Einstaklingsfrelsið liggur til grundvallar flestum vestrænum samfélögum – eða eins og heimspekingurinn og stjórnmálamaðurinn John Stuart Mill orðaði það í bók sinni Frelsið árið 1859: „Hið eina frelsi sem á nafnið skilið er frelsi til að freista gæfunnar að eigin vild“. Flest erum við hlynnt frelsi einstaklingsins. Í því felst að við erum hlynnt frelsi fávitans til að vera fáviti. Mill hélt því þó einnig fram að frelsið hefði takmörk. Einstaklingurinn mætti gera það sem honum sýndist svo framarlega sem hann reyndi ekki að „svipta aðra gæfunni“. Með öðrum orðum, frelsi einstaklingsins takmarkaðist af því að gjörðir hans sköðuðu ekki aðra.Uppgangur flónskunnar „Heilbrigt barn fer til læknis,“ ritaði annar hugsuður og stjórnmálamaður. „Það er sprautað með risastórri sprautu með alls konar bóluefnum, því líður illa og það breytist – EINHVERFA. Dæmin eru fjölmörg!“ Svo mælti verðandi forseta Bandaríkjanna, Donald Duck?…?nei ég meina Trump, á Twitter árið 2014. Fréttir bárust af því nýverið að nýfædd dóttir þingkonunnar Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur lægi veik á spítala með kíghósta, lífshættulega öndunarfærasýkingu. Stúlkan smitaðist aðeins sex vikna gömul. Þar sem börn eru ekki bólusett fyrir kíghósta fyrr en við þriggja mánaða aldur hafði barnið enga vörn gegn sjúkdómnum. Dóttir Þórdísar hefði þó ekki átt að þurfa að smitast af þessum hræðilega sjúkdómi. Bólusetningum er ekki aðeins ætlað að vernda þann sem bólusetninguna fær. Mikilvægt er að sem flestir séu bólusettir svo að til verði „hjarðónæmi“. Í því felst að ef bólusetning í þjóðfélaginu er almenn næst að hefta nánast alveg útbreiðslu bakteríunnar eða veirunnar sem veldur sjúkdómi. Þannig verndum við þá sem ekki er hægt að bólusetja – eins og nýfædd börn. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Facebook-síðu sína. Á uppgangsárum flónskunnar virðist suma lengja eftir angurværum einfaldleika hinna myrku miðalda. Fjöldi fólks er hættur að láta bólusetja börnin sín. Kæri fáviti, þetta bréf er til þín.Að freista ógæfunnar Kæri fáviti. Árið 2016 var ár þeirra sem trúa á frelsi heimskunnar og stunda upphafningu fáviskunnar. Árið 2016 var árið sem Bandaríkjamenn kusu sér forseta sem fer með staðlausa stafi um skaðsemi bólusetninga. Árið 2016 var árið þitt. Samkvæmt hugmyndum okkar um frelsi er fávitanum frjálst að vera fáviti; honum er frjálst að freista gæfunnar – eða ógæfunnar – eins og honum sjálfum sýnist, jafnvel þótt ákvarðanir hans kunni að stuðla að Darwinískri tortímingu gena-garma hans sjálfs. Honum er hins vegar ekki frjálst að skaða aðra með ákvörðunum sínum. Þeir sem bólusetja ekki börn sín skaða aðra. Vegna almennrar þátttöku Íslendinga í bólusetningum hefur ekki verið talin þörf á að gera bólusetningu að skyldu. Eftir því sem fleiri ákveða að bólusetja ekki börn sín gæti þó þurft að endurskoða þá stefnu. Því réttur fávitans til að vera fáviti trompar ekki rétt sex vikna gamals barns til lífs. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Kæri fáviti. Til hamingju. Þú ert kominn í tísku. Árið 2016 var árið þitt. Árið 2016 var ár flónskunnar, árið sem vanþekkingin varð kúl, árið sem and-vitsmunahyggjan hafði sérfræðingana undir, árið sem skoðanir urðu jafnréttháar staðreyndum, árið sem tilfinningin trompaði allt. Árið 2016 var árið þegar appelsínugulur furðufugl, með rasíska munnræpu, króníska klípiþörf, stutta fingur, langa veggi á heilanum og aflitaðan þvottabjörn á höfðinu var kosinn forseti Bandaríkjanna. Árið 2016 var góðærisár þeirra sem vilja trúa því að jörðin sé flöt, konur séu heimskar, fóstureyðingar morð, samkynhneigð röng, útlendingar ófreskjur, einangrun góð, samvinna slæm, loftslagsbreytingar bull, fordómar fínir og fortíðin best. Þetta opna bréf er hins vegar ekki til allra fávita, heldur aðeins tiltekins fávita.Frelsi sem á nafnið skilið Einstaklingsfrelsið liggur til grundvallar flestum vestrænum samfélögum – eða eins og heimspekingurinn og stjórnmálamaðurinn John Stuart Mill orðaði það í bók sinni Frelsið árið 1859: „Hið eina frelsi sem á nafnið skilið er frelsi til að freista gæfunnar að eigin vild“. Flest erum við hlynnt frelsi einstaklingsins. Í því felst að við erum hlynnt frelsi fávitans til að vera fáviti. Mill hélt því þó einnig fram að frelsið hefði takmörk. Einstaklingurinn mætti gera það sem honum sýndist svo framarlega sem hann reyndi ekki að „svipta aðra gæfunni“. Með öðrum orðum, frelsi einstaklingsins takmarkaðist af því að gjörðir hans sköðuðu ekki aðra.Uppgangur flónskunnar „Heilbrigt barn fer til læknis,“ ritaði annar hugsuður og stjórnmálamaður. „Það er sprautað með risastórri sprautu með alls konar bóluefnum, því líður illa og það breytist – EINHVERFA. Dæmin eru fjölmörg!“ Svo mælti verðandi forseta Bandaríkjanna, Donald Duck?…?nei ég meina Trump, á Twitter árið 2014. Fréttir bárust af því nýverið að nýfædd dóttir þingkonunnar Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur lægi veik á spítala með kíghósta, lífshættulega öndunarfærasýkingu. Stúlkan smitaðist aðeins sex vikna gömul. Þar sem börn eru ekki bólusett fyrir kíghósta fyrr en við þriggja mánaða aldur hafði barnið enga vörn gegn sjúkdómnum. Dóttir Þórdísar hefði þó ekki átt að þurfa að smitast af þessum hræðilega sjúkdómi. Bólusetningum er ekki aðeins ætlað að vernda þann sem bólusetninguna fær. Mikilvægt er að sem flestir séu bólusettir svo að til verði „hjarðónæmi“. Í því felst að ef bólusetning í þjóðfélaginu er almenn næst að hefta nánast alveg útbreiðslu bakteríunnar eða veirunnar sem veldur sjúkdómi. Þannig verndum við þá sem ekki er hægt að bólusetja – eins og nýfædd börn. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Facebook-síðu sína. Á uppgangsárum flónskunnar virðist suma lengja eftir angurværum einfaldleika hinna myrku miðalda. Fjöldi fólks er hættur að láta bólusetja börnin sín. Kæri fáviti, þetta bréf er til þín.Að freista ógæfunnar Kæri fáviti. Árið 2016 var ár þeirra sem trúa á frelsi heimskunnar og stunda upphafningu fáviskunnar. Árið 2016 var árið sem Bandaríkjamenn kusu sér forseta sem fer með staðlausa stafi um skaðsemi bólusetninga. Árið 2016 var árið þitt. Samkvæmt hugmyndum okkar um frelsi er fávitanum frjálst að vera fáviti; honum er frjálst að freista gæfunnar – eða ógæfunnar – eins og honum sjálfum sýnist, jafnvel þótt ákvarðanir hans kunni að stuðla að Darwinískri tortímingu gena-garma hans sjálfs. Honum er hins vegar ekki frjálst að skaða aðra með ákvörðunum sínum. Þeir sem bólusetja ekki börn sín skaða aðra. Vegna almennrar þátttöku Íslendinga í bólusetningum hefur ekki verið talin þörf á að gera bólusetningu að skyldu. Eftir því sem fleiri ákveða að bólusetja ekki börn sín gæti þó þurft að endurskoða þá stefnu. Því réttur fávitans til að vera fáviti trompar ekki rétt sex vikna gamals barns til lífs. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun