Svefnleysi kostar hagkerfið milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Þúsundir vinnudaga tapast á ári sökum svefnleysis. NordicPhotos/Getty Breska hagkerfið tapar 40 milljörðum punda, jafnvirði 5.600 milljarða króna, árlega vegna þess að starfsmenn þjást af svefnleysi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá Rand Europe. BBC greinir frá því að útreikningar byggist á því að þreyttir starfsmenn séu annaðhvort afkastaminni eða taki sér veikindadag. Um 1,86 prósent af hagvexti tapist vegna svefnleysis. Einnig kemur fram í rannsókninni að þeir sem sofa undir sex tímum á hverri nóttu séu 13 prósent líklegri til að deyja á undan þeim sem sofa sjö til níu tíma. Rannsóknin náði til Bretlands, Bandaríkjanna, Kanada, Þýskalands og Japans. Niðurstöðurnar voru jákvæðari í Bretlandi en í Japan þar sem starfsmenn missa af flestum vinnudögum sökum svefnleysis. Bretar missa af 200 þúsund vinnudögum árlega vegna svefnleysis en í Bandaríkjunum eru það 1,2 milljónir vinnudaga og í Japan 600 þúsund. Skýrsluhöfundar biðla til atvinnurekenda að átta sig á umfangi vandans og hvetja starfsmenn til að ná nægum svefni, sem og að útbúa herbergi þar sem starfsmenn geti lagt sig. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska hagkerfið tapar 40 milljörðum punda, jafnvirði 5.600 milljarða króna, árlega vegna þess að starfsmenn þjást af svefnleysi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá Rand Europe. BBC greinir frá því að útreikningar byggist á því að þreyttir starfsmenn séu annaðhvort afkastaminni eða taki sér veikindadag. Um 1,86 prósent af hagvexti tapist vegna svefnleysis. Einnig kemur fram í rannsókninni að þeir sem sofa undir sex tímum á hverri nóttu séu 13 prósent líklegri til að deyja á undan þeim sem sofa sjö til níu tíma. Rannsóknin náði til Bretlands, Bandaríkjanna, Kanada, Þýskalands og Japans. Niðurstöðurnar voru jákvæðari í Bretlandi en í Japan þar sem starfsmenn missa af flestum vinnudögum sökum svefnleysis. Bretar missa af 200 þúsund vinnudögum árlega vegna svefnleysis en í Bandaríkjunum eru það 1,2 milljónir vinnudaga og í Japan 600 þúsund. Skýrsluhöfundar biðla til atvinnurekenda að átta sig á umfangi vandans og hvetja starfsmenn til að ná nægum svefni, sem og að útbúa herbergi þar sem starfsmenn geti lagt sig. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira