Netflix býður upp á niðurhal Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Hægt er að hlaða niður House of Cards. Nordicphotos/AFP Streymisveitan Netflix býður nú notendum sínum upp á að hlaða niður völdum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í snjallsíma sína og spjaldtölvur. Einungis verður hægt að nýta möguleikann á fyrrnefndum tækjum en ekki í borð- eða fartölvum þar sem möguleikann er eingöngu að finna í snjallforriti Netflix. Þá nær möguleikinn ekki til alls efnissafns Netflix heldur einungis valins hluta. Möguleikinn mun gera notendum kleift að hlaða niður þáttum og horfa á þá seinna. Það gæti til að mynda komið að gagni þegar notandinn heldur í langt flug eða bílferð án nettengingar. Með þessari ákvörðun er Netflix að verða við kröfu sem gerð hefur verið til fjölda ára. Fyrirtækið hefur alltaf neitað því að gefa notendum þennan möguleika á þeim grundvelli að farsímanet myndi duga notendum til að streyma efni. Hins vegar er ákvörðun Amazon Prime, keppinautar Netflix, um að leyfa niðurhal sögð hafa haft úrslitaáhrif. Umsvif Amazon Prime hafa aukist vegna möguleikans að því er Cnet greinir frá og það hafi skotið Netflix skelk í bringu. Á meðal sjónvarpsþátta sem hægt er að hlaða niður eru ýmsir þættir sem Netflix hefur sjálft kostað framleiðslu á, til að mynda Orange Is the New Black, House of Cards og Stranger Things. Niðurhal annars efnis, það er að segja sjónvarpsþátta og kvikmynda sem Netflix hefur borgað fyrir að fá að birta, er mjög takmarkað. Þó segir í tilkynningu frá Netflix að opnað verði fyrir niðurhal meira efnis á næstunni. Birtist í Fréttablaðinu Netflix Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Streymisveitan Netflix býður nú notendum sínum upp á að hlaða niður völdum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í snjallsíma sína og spjaldtölvur. Einungis verður hægt að nýta möguleikann á fyrrnefndum tækjum en ekki í borð- eða fartölvum þar sem möguleikann er eingöngu að finna í snjallforriti Netflix. Þá nær möguleikinn ekki til alls efnissafns Netflix heldur einungis valins hluta. Möguleikinn mun gera notendum kleift að hlaða niður þáttum og horfa á þá seinna. Það gæti til að mynda komið að gagni þegar notandinn heldur í langt flug eða bílferð án nettengingar. Með þessari ákvörðun er Netflix að verða við kröfu sem gerð hefur verið til fjölda ára. Fyrirtækið hefur alltaf neitað því að gefa notendum þennan möguleika á þeim grundvelli að farsímanet myndi duga notendum til að streyma efni. Hins vegar er ákvörðun Amazon Prime, keppinautar Netflix, um að leyfa niðurhal sögð hafa haft úrslitaáhrif. Umsvif Amazon Prime hafa aukist vegna möguleikans að því er Cnet greinir frá og það hafi skotið Netflix skelk í bringu. Á meðal sjónvarpsþátta sem hægt er að hlaða niður eru ýmsir þættir sem Netflix hefur sjálft kostað framleiðslu á, til að mynda Orange Is the New Black, House of Cards og Stranger Things. Niðurhal annars efnis, það er að segja sjónvarpsþátta og kvikmynda sem Netflix hefur borgað fyrir að fá að birta, er mjög takmarkað. Þó segir í tilkynningu frá Netflix að opnað verði fyrir niðurhal meira efnis á næstunni.
Birtist í Fréttablaðinu Netflix Tækni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira