Innreið tölvuleikja í Facebook Messenger Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Pac-Man er einn aðgengilegra leikja í Facebook Messenger. Mynd/skjáskot Instant Games nefnist nýjasta viðbótin við skilaboðaforritið Facebook Messenger. Með uppfærslunni verður hægt að keppa við þá sem maður spjallar við í tölvuleikjum á borð við Pac-Man, Galaga, Words with Friends og Space Invaders. Slíkt hið sama var áður hægt að gera í litlum körfuboltaleik sem falinn var í forritinu. Instant Games-viðbótin fór í loftið í gær í þrjátíu löndum. Ísland er þó ekki eitt þeirra eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Til að byrja með verða leikirnir sautján talsins og eru framleiðendur þeirra til að mynda Konami, King og Zynga. Allir leikirnir eru kóðaðir í HTML5 og því þarf ekki að hlaða þeim niður í snjallsímann líkt og þeir væru stök snjallforrit. „Við trúum því að þessi nýi vettvangur fyrir tölvuleiki hafi í för með sér nýjar og einstakar upplifanir. Þær munu gleðja og skemmta spilurum um allan heim,“ segir í yfirlýsingu frá Kimihiro Horiuchi, markaðsstjóra Konami. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Instant Games nefnist nýjasta viðbótin við skilaboðaforritið Facebook Messenger. Með uppfærslunni verður hægt að keppa við þá sem maður spjallar við í tölvuleikjum á borð við Pac-Man, Galaga, Words with Friends og Space Invaders. Slíkt hið sama var áður hægt að gera í litlum körfuboltaleik sem falinn var í forritinu. Instant Games-viðbótin fór í loftið í gær í þrjátíu löndum. Ísland er þó ekki eitt þeirra eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Til að byrja með verða leikirnir sautján talsins og eru framleiðendur þeirra til að mynda Konami, King og Zynga. Allir leikirnir eru kóðaðir í HTML5 og því þarf ekki að hlaða þeim niður í snjallsímann líkt og þeir væru stök snjallforrit. „Við trúum því að þessi nýi vettvangur fyrir tölvuleiki hafi í för með sér nýjar og einstakar upplifanir. Þær munu gleðja og skemmta spilurum um allan heim,“ segir í yfirlýsingu frá Kimihiro Horiuchi, markaðsstjóra Konami. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira