Forsvarsmenn Airbnb hafa ákveðið að mæta kröfum ósáttra leigjenda og takmarka möguleika notenda til útleigu í tveimur borgum. Í London mega eigendur ekki leigja út íbúðir sínar lengur en í nítíu daga á ári og í Amsterdam takmarkast útleiga við sextíu daga.
CNN greinir frá því að margar borgir hafa mætt húsnæðisskorti vegna útleigu til ferðamanna með því að setja á reglur sem takmarka útleigu til ferðamanna. Þetta hefur til dæmis verið gert á Íslandi. Hins vegar hefur reynst mörgum borgaryfirvöldum erfitt að framfylgja reglunum. Líkur eru á að takmarkanir hjá Airbnb geti ýtt undir það að reglunum verði fylgt.
Yfirvöld í Berlín hafa bannað útleigu í gegnum Airbnb og í San Francisco og New York hefur útleiga verið takmörkuð verulega einnig. Í lok síðasta árs lofuðu forsvarsmenn Airbnb að tryggja að þjónustan væri ekki að valda skorti á langtíma leiguhúsnæði.
Airbnb takmarkar útleigutíma

Tengdar fréttir

Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára
Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015.

Ný lög til höfuðs Airbnb samþykkt í New York
Fyrirtækið hefur nú þegar kært lagasetninguna.

Eigendur Airbnb-íbúða í miðbænum kvarta undan vændi
Leigusali lýsir erfiðri reynslu af vændisstarfsemi í íbúð hans. Mikið um að vændi sé auglýst í miðborg Reykjavíkur á netinu. Sjaldgæft er að þeir sem selja sig leiti til lögreglu eða veiti upplýsingar. Leigusalar vilja meira samstarf.

Airbnb 3.500 milljarða virði
Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað.