Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Guðný Hrönn skrifar 6. desember 2016 12:30 Vala Árnadóttir hefur verið vegan síðan 1. janúar og í ár heldur hún sín fyrstu vegan-jól. Þau byrja vel en um helgina henti hún í smá jólabakstur sem var að sjálfsögðu eggjalaus og baksturinn gekk eins og í sögu. „Ég ákvað að taka þátt í „veganúar“ í janúar á þessu ári og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Vala sem bakaði lakkrístoppa á sunnudaginn. „Baksturinn gekk mjög vel, framar vonum. Ég á mjög erfitt með að fylgja uppskriftum og þarf alltaf eitthvað að vera breyta en í þetta sinn ákvað ég að halda mig 100% við uppskriftina sem ég fékk hjá veganistum. Mér tókst því að gera fullkominn marengs,“ segir Vala sem notaði „aquafaba“ eða kjúklingabaunasoð í stað eggja. Vala hefur nú komist að því að egg eru algjörlega óþörf í bakstur. „Þar sem ég hef alltaf bakað töluvert mikið þá kom það mér á óvart að uppgötva, eftir að ég varð vegan, að egg eru í raun óþörf. Það er ekkert mál að baka án eggja, ég hef prófað mig áfram með alls konar hráefni í stað eggja, t.d. sódavatn, eplaedik, bananamauk og eplamauk, allt eftir því hvað ég er að baka. Mesta snilld sem ég hef kynnst er Betty Crocker með einni dós af sódavatni í stað eggja og olíu, einfaldari gæti baksturinn ekki verið. En ég kýs að nota bananamauk í múffur og eplamauk í gulrótarköku, ég læt það ráðast af því hvaða bragð mér finnst passa í hvert sinn.“Turkish pepper næst á dagskrá Næst á dagskrá hjá Völu er svo að prófa sig áfram með lakkrístoppana. „Marengsinn sjálfur heppnaðist mjög vel og ég mun halda mig við þessa uppskrift en ég prófa kannski aðra bragðtegund næst. Turkish pepper er t.d. spennandi og svo sá ég að einhverjir hafa sett hvítt súkkulaði og trönuber í toppana, það hljómar mjög jólalega.“ Að lokum vill Vala minna fólk á að veganúar hefst 1. janúar. Hún mælir með að fólk skoði vefinn www.veganuar.is. „Þar má finna mikinn fróðleik, matarplön og uppskriftir til að hjálpa manni af stað. Svo er frábær hópur á Facebook sem heitir Vegan Ísland og þar deilum við ráðum, uppskriftum og fróðleik. Allir, sem hafa áhuga á að kynna sér þennan lífsstíl, eru velkomnir í hópinn. Meðfylgjandi er lakkrístoppa-uppskriftin af www.veganistur.is sem Vala fór eftir.Vegan lakkrístoppar9 msk aquafaba300g púðursykur150g lakkrískurl150g suðusúkkulaðiAðferð:Byrjið á að forhita ofninn í 150°C.Þeytið aquafaba í hrærivél þar til vökvinn verður alveg stífur, eða í sirka 15-20 mínútur.Bætið púðursykrinum hægt út í, mælt er með að setja eina matskeið í einu og þeyta á meðan.Hrærið vel og lengi, alveg í aðrar 20 mínútur.Slökkvið á hrærivélinni og blandið lakkrísnum og brytjuðu súkkulaðinu varlega út í með sleif. Bakið lakkrístoppana í 15-17 mínútur. Leyfið þeim að kólna í svolítinn tíma á plötunni eftir að þið takið þá út úr ofninum. Jólafréttir Matur Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Gilsbakkaþula Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Nótur fyrir píanó Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól
Vala Árnadóttir hefur verið vegan síðan 1. janúar og í ár heldur hún sín fyrstu vegan-jól. Þau byrja vel en um helgina henti hún í smá jólabakstur sem var að sjálfsögðu eggjalaus og baksturinn gekk eins og í sögu. „Ég ákvað að taka þátt í „veganúar“ í janúar á þessu ári og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Vala sem bakaði lakkrístoppa á sunnudaginn. „Baksturinn gekk mjög vel, framar vonum. Ég á mjög erfitt með að fylgja uppskriftum og þarf alltaf eitthvað að vera breyta en í þetta sinn ákvað ég að halda mig 100% við uppskriftina sem ég fékk hjá veganistum. Mér tókst því að gera fullkominn marengs,“ segir Vala sem notaði „aquafaba“ eða kjúklingabaunasoð í stað eggja. Vala hefur nú komist að því að egg eru algjörlega óþörf í bakstur. „Þar sem ég hef alltaf bakað töluvert mikið þá kom það mér á óvart að uppgötva, eftir að ég varð vegan, að egg eru í raun óþörf. Það er ekkert mál að baka án eggja, ég hef prófað mig áfram með alls konar hráefni í stað eggja, t.d. sódavatn, eplaedik, bananamauk og eplamauk, allt eftir því hvað ég er að baka. Mesta snilld sem ég hef kynnst er Betty Crocker með einni dós af sódavatni í stað eggja og olíu, einfaldari gæti baksturinn ekki verið. En ég kýs að nota bananamauk í múffur og eplamauk í gulrótarköku, ég læt það ráðast af því hvaða bragð mér finnst passa í hvert sinn.“Turkish pepper næst á dagskrá Næst á dagskrá hjá Völu er svo að prófa sig áfram með lakkrístoppana. „Marengsinn sjálfur heppnaðist mjög vel og ég mun halda mig við þessa uppskrift en ég prófa kannski aðra bragðtegund næst. Turkish pepper er t.d. spennandi og svo sá ég að einhverjir hafa sett hvítt súkkulaði og trönuber í toppana, það hljómar mjög jólalega.“ Að lokum vill Vala minna fólk á að veganúar hefst 1. janúar. Hún mælir með að fólk skoði vefinn www.veganuar.is. „Þar má finna mikinn fróðleik, matarplön og uppskriftir til að hjálpa manni af stað. Svo er frábær hópur á Facebook sem heitir Vegan Ísland og þar deilum við ráðum, uppskriftum og fróðleik. Allir, sem hafa áhuga á að kynna sér þennan lífsstíl, eru velkomnir í hópinn. Meðfylgjandi er lakkrístoppa-uppskriftin af www.veganistur.is sem Vala fór eftir.Vegan lakkrístoppar9 msk aquafaba300g púðursykur150g lakkrískurl150g suðusúkkulaðiAðferð:Byrjið á að forhita ofninn í 150°C.Þeytið aquafaba í hrærivél þar til vökvinn verður alveg stífur, eða í sirka 15-20 mínútur.Bætið púðursykrinum hægt út í, mælt er með að setja eina matskeið í einu og þeyta á meðan.Hrærið vel og lengi, alveg í aðrar 20 mínútur.Slökkvið á hrærivélinni og blandið lakkrísnum og brytjuðu súkkulaðinu varlega út í með sleif. Bakið lakkrístoppana í 15-17 mínútur. Leyfið þeim að kólna í svolítinn tíma á plötunni eftir að þið takið þá út úr ofninum.
Jólafréttir Matur Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Gilsbakkaþula Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Nótur fyrir píanó Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól