VW e-Golf úr 133 í 200 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 09:21 Volkswagen e-Golf rafmagnsbíllinn. Volkswagen kynnti nýja útgáfu e-Golf á bílasýningunni LA Auto Show á dögunum og fer þar bæði langdrægari og aflmeiri bíll en forverinn. Drægnin fer úr 133 km í 200 og aflið fer úr 115 hestöflum í 134. Það dugar e-Golf til að taka sprettinn í hundraðið á 9,6 sekúndum og batnar sá tími um 1 sekúndu. Hámarkshraði bílsins nú er 150 km/klst. Lithium-ion rafhlöðurnar í bílnum eru nú 35,8 kWh en voru 24,2 kWh áður. Hægt er að fullhlaða nýja bílinn á 6 klukkustundum. Volkswagen hefur lítillega breytt 2017 árgerðinni af Golf bílnum og nær sú breyting einnig til e-Golf. Bíllinn er kominn með LED-ljós að framan og aftan og ýmiss tæknibúnaður í bílnum er nýr og innréttingin uppfærð og kominn nokkuð stærri aðgerðarskjár í bílinn. Fjöldaframleiðsla á nýjum e-Golf hefst nú í desember og fyrstu bílarnir ættu að vera komnir á markað í janúar á næsta ári. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Volkswagen kynnti nýja útgáfu e-Golf á bílasýningunni LA Auto Show á dögunum og fer þar bæði langdrægari og aflmeiri bíll en forverinn. Drægnin fer úr 133 km í 200 og aflið fer úr 115 hestöflum í 134. Það dugar e-Golf til að taka sprettinn í hundraðið á 9,6 sekúndum og batnar sá tími um 1 sekúndu. Hámarkshraði bílsins nú er 150 km/klst. Lithium-ion rafhlöðurnar í bílnum eru nú 35,8 kWh en voru 24,2 kWh áður. Hægt er að fullhlaða nýja bílinn á 6 klukkustundum. Volkswagen hefur lítillega breytt 2017 árgerðinni af Golf bílnum og nær sú breyting einnig til e-Golf. Bíllinn er kominn með LED-ljós að framan og aftan og ýmiss tæknibúnaður í bílnum er nýr og innréttingin uppfærð og kominn nokkuð stærri aðgerðarskjár í bílinn. Fjöldaframleiðsla á nýjum e-Golf hefst nú í desember og fyrstu bílarnir ættu að vera komnir á markað í janúar á næsta ári.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent