París, Madrid, Aþena og Mexico City banna dísilbíla árið 2025 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 10:45 Mengun í París. Í mörgum borgum heimsins eru uppi áform um að banna dísilbíla með öllu og nú hafa borgarstjórnir fjögurra höfuðborga heimsins tilkynnt um blátt bann við þeim árið 2025. Það eru París, Madrid, Aþena og Mexico City og lýstu því yfir á umhverfisráðstefnu sem haldin var í Mexico City í vikunni. Sömu áform eru uppi í Hollandi og því gætu dísilbílar einnig verið bannaðir þar með öllu á sama tíma. Á ráðstefnunni voru bílaframleiðendur heims hvattir til að hætta framleiðslu dísilbíla fyrir árið 2025. Talið er að milljónir manns deyi á ári hverju í heiminum af völdum mengunar frá bílum og víða í þéttbýlum borgum heims er ástandið grafalvarlegt. Mengun dísilbíla er miklu meiri en af bensínbílum vegna sótmengunar þeirra (NOx) og vaxandi krafa er um að dísilbílum verði útrýmt. En það gerist þó ekki snarhendis og því er mikilvægt að hafa tímasetta markmiðasetningu um brotthvarf þeirra og það hafa borgarstjórnir þessara fjögurra borga nú gert. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Í mörgum borgum heimsins eru uppi áform um að banna dísilbíla með öllu og nú hafa borgarstjórnir fjögurra höfuðborga heimsins tilkynnt um blátt bann við þeim árið 2025. Það eru París, Madrid, Aþena og Mexico City og lýstu því yfir á umhverfisráðstefnu sem haldin var í Mexico City í vikunni. Sömu áform eru uppi í Hollandi og því gætu dísilbílar einnig verið bannaðir þar með öllu á sama tíma. Á ráðstefnunni voru bílaframleiðendur heims hvattir til að hætta framleiðslu dísilbíla fyrir árið 2025. Talið er að milljónir manns deyi á ári hverju í heiminum af völdum mengunar frá bílum og víða í þéttbýlum borgum heims er ástandið grafalvarlegt. Mengun dísilbíla er miklu meiri en af bensínbílum vegna sótmengunar þeirra (NOx) og vaxandi krafa er um að dísilbílum verði útrýmt. En það gerist þó ekki snarhendis og því er mikilvægt að hafa tímasetta markmiðasetningu um brotthvarf þeirra og það hafa borgarstjórnir þessara fjögurra borga nú gert.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent