Netsverðin brýnd Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2016 07:00 Jólalagið mitt er Here we go með Stakka BO. Fyrsta setning lagsins: „Here we go again“, á svo vel við þegar þessi mánuður gengur í garð. Af hverju? Jú, þá hefst á ný umræðan um íþróttamann ársins. Sitt sýnist hverjum og verður umræðan alltaf meiri með ári hverju sem er auðvitað gott því eftir þessu kjöri á að taka. En því miður er það þannig að því fleiri sem tjá sig um kjörið því fávíslegri getur umræðan orðið. Eins og með marga aðra umræðu í samfélagi okkar hefur þessi þróast þannig að sá sem er ekki sammála þér veit ekki neitt. Ef þér finnst að einhver eigi að vera Íþróttamaður ársins þá er það bara þannig og ekkert annað kemur til greina. Nýjasta dæmið er árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem varð um helgina fyrst kvenna að tryggja sig inn á LPGA. Áður en hún setti niður síðasta púttið var byrjað að kalla eftir því að hún fái bikarinn í ár. Því var haldið fram á einum vettvangi að hún væri næstbesti kylfingur heims þar sem hún hafnaði í öðru sæti á úrtökumóti. Misskilningurinn mikill en svona vill umræðan stundum verða. Árangur Ólafíu er frábær en að vissu leyti er vegferð hennar að hefjast. Ekki misskilja mig og byrja að brýna netsverðin; hún er alveg vel að titlinum komin. Það er samt ótækt að gleyma bara árangri Hrafnhildar Lúthersdóttur sem vann til þrennra verðlauna á stórmóti á árinu og komst í úrslit á ÓL. Einnig frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hefur sett saman eitt flottasta íþróttaár í sögunni. Íþróttaárið hefur verið frábært og eru þrír til fjórir einstaklingar líklegir. Það er samt bara einn sem vinnur. Það verða ekki allir sáttir en þannig er það bara. Hverjum þykir sinn fugl fagur, en hinir fuglarnir eru engu síðri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Jólalagið mitt er Here we go með Stakka BO. Fyrsta setning lagsins: „Here we go again“, á svo vel við þegar þessi mánuður gengur í garð. Af hverju? Jú, þá hefst á ný umræðan um íþróttamann ársins. Sitt sýnist hverjum og verður umræðan alltaf meiri með ári hverju sem er auðvitað gott því eftir þessu kjöri á að taka. En því miður er það þannig að því fleiri sem tjá sig um kjörið því fávíslegri getur umræðan orðið. Eins og með marga aðra umræðu í samfélagi okkar hefur þessi þróast þannig að sá sem er ekki sammála þér veit ekki neitt. Ef þér finnst að einhver eigi að vera Íþróttamaður ársins þá er það bara þannig og ekkert annað kemur til greina. Nýjasta dæmið er árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem varð um helgina fyrst kvenna að tryggja sig inn á LPGA. Áður en hún setti niður síðasta púttið var byrjað að kalla eftir því að hún fái bikarinn í ár. Því var haldið fram á einum vettvangi að hún væri næstbesti kylfingur heims þar sem hún hafnaði í öðru sæti á úrtökumóti. Misskilningurinn mikill en svona vill umræðan stundum verða. Árangur Ólafíu er frábær en að vissu leyti er vegferð hennar að hefjast. Ekki misskilja mig og byrja að brýna netsverðin; hún er alveg vel að titlinum komin. Það er samt ótækt að gleyma bara árangri Hrafnhildar Lúthersdóttur sem vann til þrennra verðlauna á stórmóti á árinu og komst í úrslit á ÓL. Einnig frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hefur sett saman eitt flottasta íþróttaár í sögunni. Íþróttaárið hefur verið frábært og eru þrír til fjórir einstaklingar líklegir. Það er samt bara einn sem vinnur. Það verða ekki allir sáttir en þannig er það bara. Hverjum þykir sinn fugl fagur, en hinir fuglarnir eru engu síðri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun