Samsung ætlar að láta skjáinn fylla upp í Galaxy S8 Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2016 14:03 Stefnan er sett á að koma símanum á markað í mars á næsta ári. Vísir/EPA Galaxy S8 sími raftækjaframleiðandans Samsung verður með skjá sem nær yfir alla framhlið símans. Home takkinn svokallaði mun hverfa. Samsung vinnur nú hörðum höndum af því að byggja símann og koma honum á markað sem fyrst. Fyrirtækið missti traust margra viðskiptavina og tapaði gífurlegum fjárhæðum á Note 7 símunum sem kviknaði í og því eru miklar vonir bundnar við S8. Stefnan er sett á að koma símanum á markað í mars á næsta ári, en samkvæmt heimildum Bloomberg gæti það tafist vegna umfangsmeiri gæðaprófa í kjölfar útgáfu Note 7. Efst og neðst á framhliðum snjallsíma eru pláss þar sem tökkum, hátölurum, myndavélum, skynjurum og öðru er komið fyrir. Framleiðendur hafa um árabil reynt að minnka þau pláss, til þess að geta stækkað skjái en minnkað síma um leið. Kínverska fyrirtækið Xiaomi kynnti nýlega símann Mi Mix sem býr yfir sömu tækni og Samsung stefnir að. Bloomberg segir einnig að símarnir verði í tveimur stærðum og þeir hafa verið undanfarið. Það eru 5,1 tomma eins og S7 og 5,1 tommur eins og S7 Edge. Allar útgáfur símans verða með rúnuðum skjám. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Galaxy S8 sími raftækjaframleiðandans Samsung verður með skjá sem nær yfir alla framhlið símans. Home takkinn svokallaði mun hverfa. Samsung vinnur nú hörðum höndum af því að byggja símann og koma honum á markað sem fyrst. Fyrirtækið missti traust margra viðskiptavina og tapaði gífurlegum fjárhæðum á Note 7 símunum sem kviknaði í og því eru miklar vonir bundnar við S8. Stefnan er sett á að koma símanum á markað í mars á næsta ári, en samkvæmt heimildum Bloomberg gæti það tafist vegna umfangsmeiri gæðaprófa í kjölfar útgáfu Note 7. Efst og neðst á framhliðum snjallsíma eru pláss þar sem tökkum, hátölurum, myndavélum, skynjurum og öðru er komið fyrir. Framleiðendur hafa um árabil reynt að minnka þau pláss, til þess að geta stækkað skjái en minnkað síma um leið. Kínverska fyrirtækið Xiaomi kynnti nýlega símann Mi Mix sem býr yfir sömu tækni og Samsung stefnir að. Bloomberg segir einnig að símarnir verði í tveimur stærðum og þeir hafa verið undanfarið. Það eru 5,1 tomma eins og S7 og 5,1 tommur eins og S7 Edge. Allar útgáfur símans verða með rúnuðum skjám.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira