Benz íhugar að draga dísilbíla af markaði í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2016 09:50 Mercedes Benz S-Class með dísilvél. Dísilbílar seljast ekki ýkja vel eftir dísilvélasvindl Volkswagen, sem reyndar fleiri bílframleiðendur gætu verið sekir um. Bandaríkjamenn voru reyndar ekki ýkja hrifnir af dísilknúnum bílum fyrir það, en nú er svo komið að flestir bílaframleiðendur þurfa að hugsa sig vandlega um áður en þeir reyna að selja þá þar. Einn þeirra er Mercedes Benz og er fyrirtækið að láta gera könnun í Bandaríkjunum um eftirspurn eftir dísilbílum þar. Hún gæti leitt í ljós að það taki því einfaldlega ekki að reyna að selja þá þar í landi, en Benz viðurkennir að það sé bæði kostnaðarsamt og mikil fyrirhöfn að reyna að sannfæra Bandaríkjamenn um kosti dísilbíla. Því gæti sú staða brátt komið upp að Benz dragi allar þá bíla sem þeir hafa hingað til boðið með dísilvélum frá Bandaríkjunum. Fleiri bílaframleiðendur gætu þá fylgt í kjölfarið. Hlutfall dísilbíla af öllum nýjum seldum bílum hefur lækkað nokkuð um allan heim frá dísilvélasvindli Volkswagen og fleiri bílaframleiðenda og ef Bandaríkin svo til hverfa sem markaðssvæði fyrir þá er hætt við því að hlutfallið muni minnka mjög hratt á næstunni. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent
Dísilbílar seljast ekki ýkja vel eftir dísilvélasvindl Volkswagen, sem reyndar fleiri bílframleiðendur gætu verið sekir um. Bandaríkjamenn voru reyndar ekki ýkja hrifnir af dísilknúnum bílum fyrir það, en nú er svo komið að flestir bílaframleiðendur þurfa að hugsa sig vandlega um áður en þeir reyna að selja þá þar. Einn þeirra er Mercedes Benz og er fyrirtækið að láta gera könnun í Bandaríkjunum um eftirspurn eftir dísilbílum þar. Hún gæti leitt í ljós að það taki því einfaldlega ekki að reyna að selja þá þar í landi, en Benz viðurkennir að það sé bæði kostnaðarsamt og mikil fyrirhöfn að reyna að sannfæra Bandaríkjamenn um kosti dísilbíla. Því gæti sú staða brátt komið upp að Benz dragi allar þá bíla sem þeir hafa hingað til boðið með dísilvélum frá Bandaríkjunum. Fleiri bílaframleiðendur gætu þá fylgt í kjölfarið. Hlutfall dísilbíla af öllum nýjum seldum bílum hefur lækkað nokkuð um allan heim frá dísilvélasvindli Volkswagen og fleiri bílaframleiðenda og ef Bandaríkin svo til hverfa sem markaðssvæði fyrir þá er hætt við því að hlutfallið muni minnka mjög hratt á næstunni.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent