Benz íhugar að draga dísilbíla af markaði í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2016 09:50 Mercedes Benz S-Class með dísilvél. Dísilbílar seljast ekki ýkja vel eftir dísilvélasvindl Volkswagen, sem reyndar fleiri bílframleiðendur gætu verið sekir um. Bandaríkjamenn voru reyndar ekki ýkja hrifnir af dísilknúnum bílum fyrir það, en nú er svo komið að flestir bílaframleiðendur þurfa að hugsa sig vandlega um áður en þeir reyna að selja þá þar. Einn þeirra er Mercedes Benz og er fyrirtækið að láta gera könnun í Bandaríkjunum um eftirspurn eftir dísilbílum þar. Hún gæti leitt í ljós að það taki því einfaldlega ekki að reyna að selja þá þar í landi, en Benz viðurkennir að það sé bæði kostnaðarsamt og mikil fyrirhöfn að reyna að sannfæra Bandaríkjamenn um kosti dísilbíla. Því gæti sú staða brátt komið upp að Benz dragi allar þá bíla sem þeir hafa hingað til boðið með dísilvélum frá Bandaríkjunum. Fleiri bílaframleiðendur gætu þá fylgt í kjölfarið. Hlutfall dísilbíla af öllum nýjum seldum bílum hefur lækkað nokkuð um allan heim frá dísilvélasvindli Volkswagen og fleiri bílaframleiðenda og ef Bandaríkin svo til hverfa sem markaðssvæði fyrir þá er hætt við því að hlutfallið muni minnka mjög hratt á næstunni. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent
Dísilbílar seljast ekki ýkja vel eftir dísilvélasvindl Volkswagen, sem reyndar fleiri bílframleiðendur gætu verið sekir um. Bandaríkjamenn voru reyndar ekki ýkja hrifnir af dísilknúnum bílum fyrir það, en nú er svo komið að flestir bílaframleiðendur þurfa að hugsa sig vandlega um áður en þeir reyna að selja þá þar. Einn þeirra er Mercedes Benz og er fyrirtækið að láta gera könnun í Bandaríkjunum um eftirspurn eftir dísilbílum þar. Hún gæti leitt í ljós að það taki því einfaldlega ekki að reyna að selja þá þar í landi, en Benz viðurkennir að það sé bæði kostnaðarsamt og mikil fyrirhöfn að reyna að sannfæra Bandaríkjamenn um kosti dísilbíla. Því gæti sú staða brátt komið upp að Benz dragi allar þá bíla sem þeir hafa hingað til boðið með dísilvélum frá Bandaríkjunum. Fleiri bílaframleiðendur gætu þá fylgt í kjölfarið. Hlutfall dísilbíla af öllum nýjum seldum bílum hefur lækkað nokkuð um allan heim frá dísilvélasvindli Volkswagen og fleiri bílaframleiðenda og ef Bandaríkin svo til hverfa sem markaðssvæði fyrir þá er hætt við því að hlutfallið muni minnka mjög hratt á næstunni.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent