Delligatti fékk hugmyndina að því að hafa tvöfaldan skammt af öllu – buffi, káli, osti, gúrku, lauk og bleiku sósunni – á veitingastað í Unionville í Pennsylvaníu-ríki árið 1967. Alls rak hann 48 McDonald's staði þegar mest var.
Skyndibitakeðjan McDonald‘s lýsir Delligatti sem „goðsagnakenndum“ sem hafi varanlega mótað vörumerkið McDonald's.
Bic Mac hamborgarinn var mun matarmeiri en annað á matseðlinum þegar hann var kynntur til leiks í þá daga. Þá naut borgarinn einnig sérstakra vinsælda vegna „leynisósu“ sinnar.
Delligatti andaðist á mánudag í Pittsburgh.
RIP James Delligatti, creator of the Big Mac. Thanks for all the delicious memories, Jim. pic.twitter.com/cxIGA0hbo6
— McDonald's Philly (@McDPhilly) November 30, 2016
Today, we celebrate the 98 inspirational years of Big Mac inventor, Michael "Jim" Delligatti. Jim, we thank and will forever remember you. pic.twitter.com/wmEFrmazdn
— McDonald's (@McDonalds) November 30, 2016