Nico Rosberg ætlar að gefa allt í keppnina í Abú Dabí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. nóvember 2016 18:00 Nico Rosberg ætlar að berjast í Abú Dabí en ekki bara aka upp á að ná öruggu þriðja sæti. Vísir/Getty Nico Rosberg hefur ákveðið að halda sig við sína nálgun í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna mun ráðast. Heimsmeistaramótinu mun ljúka um helgina með einvígi í eyðimörkinni. Það eru Rosberg og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton sem geta orðið heimsmeistarar ökumanna. Rosberg er með 12 stiga forskot. Ef Rosberg endar þriðji eða framar um helgina verður hann heimsmeistari ökumanna. Óháð því hvar Hamilton endar. Nico Rosberg og Keke, föður hans verða þá aðeins aðrir feðgarnir í sögu Formúlu 1 til að verða báðir heimsmeistarar. Það hafa Damon Hill og Graham Hill einir gert. Rosberg varði síðustu viku í faðmi fjölskyldu og vina en hefur ákveðið að hann ætli að gefa allt í keppnina í Abú Dabí. Hann ætli að reyna að vinna frekar en að spila öruggt og aka upp á að verða þriðji eða annar á eftir Hamilton. „Ég mun gefa allt í lokakeppnina og reyna að vinna hana,“ sagði Rosberg. „Ég var að grínast með það í Brasilíu að ég myndi áfram tækla þetta eina keppni í einu en því meira sem ég hugsa um það þá hljómar það skynsamlegra. Ég verð því að tækla þessa keppni eins og hverja aðra,“ bætti Rosberg við. Rosberg sem vann í Abú Dabí í fyrra hefur alltaf ræst framar en Hamilton á Yas Marina brautinni, síðan þeir urðu liðsfélagar, það er frá 2013. Lokakeppni tímabilsins fer fram um komandi helgi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á laugardag á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 12:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá yfirlit yfir tímabil Rosberg og Hamilton og þróun heimsmeistarakeppni ökumanna. Formúla Tengdar fréttir Hamagangur í Brasilíu | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hádramatískan brasilískan kappakstur, þar sem Lewis Hamilton hélt titlbaráttunni á lífi. 13. nóvember 2016 21:30 Bílskúrinn: Baslið í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í maraþon keppni í Brasilíu. Kappaksturinn stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir. Miklar rigningar töfðu keppnina talsvert. 16. nóvember 2016 07:00 Massa: Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi Lewis Hamilton vann þriðju keppnina í röð í Brasilíu í dag. Hann er þá 12 stigum á eftir Nico Rosberg sem varð annar í dag. Hver sagði hvað eftir keppnina? 13. nóvember 2016 20:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nico Rosberg hefur ákveðið að halda sig við sína nálgun í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna mun ráðast. Heimsmeistaramótinu mun ljúka um helgina með einvígi í eyðimörkinni. Það eru Rosberg og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton sem geta orðið heimsmeistarar ökumanna. Rosberg er með 12 stiga forskot. Ef Rosberg endar þriðji eða framar um helgina verður hann heimsmeistari ökumanna. Óháð því hvar Hamilton endar. Nico Rosberg og Keke, föður hans verða þá aðeins aðrir feðgarnir í sögu Formúlu 1 til að verða báðir heimsmeistarar. Það hafa Damon Hill og Graham Hill einir gert. Rosberg varði síðustu viku í faðmi fjölskyldu og vina en hefur ákveðið að hann ætli að gefa allt í keppnina í Abú Dabí. Hann ætli að reyna að vinna frekar en að spila öruggt og aka upp á að verða þriðji eða annar á eftir Hamilton. „Ég mun gefa allt í lokakeppnina og reyna að vinna hana,“ sagði Rosberg. „Ég var að grínast með það í Brasilíu að ég myndi áfram tækla þetta eina keppni í einu en því meira sem ég hugsa um það þá hljómar það skynsamlegra. Ég verð því að tækla þessa keppni eins og hverja aðra,“ bætti Rosberg við. Rosberg sem vann í Abú Dabí í fyrra hefur alltaf ræst framar en Hamilton á Yas Marina brautinni, síðan þeir urðu liðsfélagar, það er frá 2013. Lokakeppni tímabilsins fer fram um komandi helgi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á laugardag á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 12:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá yfirlit yfir tímabil Rosberg og Hamilton og þróun heimsmeistarakeppni ökumanna.
Formúla Tengdar fréttir Hamagangur í Brasilíu | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hádramatískan brasilískan kappakstur, þar sem Lewis Hamilton hélt titlbaráttunni á lífi. 13. nóvember 2016 21:30 Bílskúrinn: Baslið í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í maraþon keppni í Brasilíu. Kappaksturinn stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir. Miklar rigningar töfðu keppnina talsvert. 16. nóvember 2016 07:00 Massa: Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi Lewis Hamilton vann þriðju keppnina í röð í Brasilíu í dag. Hann er þá 12 stigum á eftir Nico Rosberg sem varð annar í dag. Hver sagði hvað eftir keppnina? 13. nóvember 2016 20:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hamagangur í Brasilíu | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hádramatískan brasilískan kappakstur, þar sem Lewis Hamilton hélt titlbaráttunni á lífi. 13. nóvember 2016 21:30
Bílskúrinn: Baslið í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í maraþon keppni í Brasilíu. Kappaksturinn stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir. Miklar rigningar töfðu keppnina talsvert. 16. nóvember 2016 07:00
Massa: Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi Lewis Hamilton vann þriðju keppnina í röð í Brasilíu í dag. Hann er þá 12 stigum á eftir Nico Rosberg sem varð annar í dag. Hver sagði hvað eftir keppnina? 13. nóvember 2016 20:00