Norska veikin Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Ég lagðist í flensu um daginn. Þetta var skæð baktería sem herjaði aðallega á hugann – svokallaður andans-gerill – en líkamleg einkenni voru þó sömuleiðis vel merkjanleg. Ástandið reyndist í raun alveg jævlig … fyrirgefið! Ástandið var djöfullegt, meina ég. Smitberann, internetþáttaröð um líf komplexaðra unglinga í Ósló, nálgaðist ég í gegnum vef norska ríkissjónvarpsins. Ég byrjaði að horfa í miðjum verkefnaskilum, þvert á ráðleggingar vina, kunningja og annarra velviljaðra. Strax á fyrsta þætti missti ég tökin og hóf óviljandi hungurverkfall þangað til ég hafði hakkað mig í gegnum allt útgefið efni. Á þriðja degi reis ég loksins veikburða og exklúsíft norskumælandi úr rekkju. Enn örlar ekki á eftirsjá. Í SKAM (ísl. SKÖMM) er tekið á raunverulegum vandamálum. Áskoranir sem verða á vegi aðalpersónanna eru sumar risastórar og sumar öllu smærri, svona eins og við þekkjum öll úr alvöru lífinu. Umfjöllunarefnin eru hversdagsleg en samt hefur maður ekki endilega séð þau áður í þessu fordæmisgefandi poppkúltúr-samhengi. Fyrst og fremst er þetta svo ótrúlega hressandi, þ.e. að horfa á ófullkomna og einlæga menntaskólakrakka hrasa um hindranir sem maður kannast við sjálfur. Að fara í sleik og drekka stundum örlítið of mikið af hvítvíni, fengnu úr vínskáp ómeðvitaðrar mömmu. Að sjá loksins strák verða skotinn í öðrum strák og fylgjast svo með þeim þreifa fyrir sér í ofsalega fallegu og brothættu og raunverulegu tilhugalífi. Að gægjast inn í vináttusambönd sem þróast og bregðast stundum og læknast svo. Það er sérstakt fyrirbrigði, þetta að sjá sjálfan sig speglast svona rækilega í manneskjum sem eru ekki einu sinni til í alvörunni. Alveg bara drittkult. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun
Ég lagðist í flensu um daginn. Þetta var skæð baktería sem herjaði aðallega á hugann – svokallaður andans-gerill – en líkamleg einkenni voru þó sömuleiðis vel merkjanleg. Ástandið reyndist í raun alveg jævlig … fyrirgefið! Ástandið var djöfullegt, meina ég. Smitberann, internetþáttaröð um líf komplexaðra unglinga í Ósló, nálgaðist ég í gegnum vef norska ríkissjónvarpsins. Ég byrjaði að horfa í miðjum verkefnaskilum, þvert á ráðleggingar vina, kunningja og annarra velviljaðra. Strax á fyrsta þætti missti ég tökin og hóf óviljandi hungurverkfall þangað til ég hafði hakkað mig í gegnum allt útgefið efni. Á þriðja degi reis ég loksins veikburða og exklúsíft norskumælandi úr rekkju. Enn örlar ekki á eftirsjá. Í SKAM (ísl. SKÖMM) er tekið á raunverulegum vandamálum. Áskoranir sem verða á vegi aðalpersónanna eru sumar risastórar og sumar öllu smærri, svona eins og við þekkjum öll úr alvöru lífinu. Umfjöllunarefnin eru hversdagsleg en samt hefur maður ekki endilega séð þau áður í þessu fordæmisgefandi poppkúltúr-samhengi. Fyrst og fremst er þetta svo ótrúlega hressandi, þ.e. að horfa á ófullkomna og einlæga menntaskólakrakka hrasa um hindranir sem maður kannast við sjálfur. Að fara í sleik og drekka stundum örlítið of mikið af hvítvíni, fengnu úr vínskáp ómeðvitaðrar mömmu. Að sjá loksins strák verða skotinn í öðrum strák og fylgjast svo með þeim þreifa fyrir sér í ofsalega fallegu og brothættu og raunverulegu tilhugalífi. Að gægjast inn í vináttusambönd sem þróast og bregðast stundum og læknast svo. Það er sérstakt fyrirbrigði, þetta að sjá sjálfan sig speglast svona rækilega í manneskjum sem eru ekki einu sinni til í alvörunni. Alveg bara drittkult. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun