Virðing á velli Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Að vinna körfuboltaleik í keppni fjórtán ára stúlkna með 101 stigi gegn tveimur er galið. Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum að það var einmitt það sem gerðist í leik Grindavíkur og Vals í þessum aldursflokki fyrir nokkrum dögum og allt varð vitlaust á Facebook. Þó að þessi úrslit séu galin má ekki gleyma að íþróttamenn ganga inn á völlinn vitandi að útkoman gæti orðið slæm fyrir þá eða þeirra lið. Það gerist meira að segja á stærstu mótum heims. Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu töpuðu einum leik á EM í fyrra með 30 stigum en þá sungu bara allir Ég er kominn heim og voru hressir. Valsliðið vissi vafalítið að úrslitin gætu orðið slæm og það voru þau svo sannarlega. En einhvers staðar verður að stoppa. Ef rétt er að þjálfari Grindavíkurliðsins hafi hvatt sínar stelpur til frekari niðurlægingar í stöðunni 70-2 eða 80-1 eða hver sem staðan var, er það óboðlegt, að því mér finnst. Á einhverjum tímapunkti er komið nóg. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að stærsti sigur sem ég vann í fótbolta sem polli var gegn Grindavík þegar við tókum þá 19-0 í forkeppni Íslandsmótsins í 5. flokki. Ég stóð í markinu einmana og horfði á vini mína murka lífið úr grindvískum tólf ára pollum sem sumir hverjir fóru að gráta þar sem niðurlægingin var svo mikil. Mér fannst ég geðveikt sniðugur að setjast við stöngina og til mín kom varamarkvörðurinn og settist hjá mér og við fórum að spjalla. Þjálfarinn okkar trylltist og tók okkur báða á teppið fyrir að gera lítið úr andstæðingnum. Hann gat lítið gert í yfirburðunum á vellinum en greip í taumana þegar við lítilsvirtum mótherjann. Sama hvað stendur á töflunni - það verður að ríkja virðing á vellinum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Að vinna körfuboltaleik í keppni fjórtán ára stúlkna með 101 stigi gegn tveimur er galið. Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum að það var einmitt það sem gerðist í leik Grindavíkur og Vals í þessum aldursflokki fyrir nokkrum dögum og allt varð vitlaust á Facebook. Þó að þessi úrslit séu galin má ekki gleyma að íþróttamenn ganga inn á völlinn vitandi að útkoman gæti orðið slæm fyrir þá eða þeirra lið. Það gerist meira að segja á stærstu mótum heims. Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu töpuðu einum leik á EM í fyrra með 30 stigum en þá sungu bara allir Ég er kominn heim og voru hressir. Valsliðið vissi vafalítið að úrslitin gætu orðið slæm og það voru þau svo sannarlega. En einhvers staðar verður að stoppa. Ef rétt er að þjálfari Grindavíkurliðsins hafi hvatt sínar stelpur til frekari niðurlægingar í stöðunni 70-2 eða 80-1 eða hver sem staðan var, er það óboðlegt, að því mér finnst. Á einhverjum tímapunkti er komið nóg. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að stærsti sigur sem ég vann í fótbolta sem polli var gegn Grindavík þegar við tókum þá 19-0 í forkeppni Íslandsmótsins í 5. flokki. Ég stóð í markinu einmana og horfði á vini mína murka lífið úr grindvískum tólf ára pollum sem sumir hverjir fóru að gráta þar sem niðurlægingin var svo mikil. Mér fannst ég geðveikt sniðugur að setjast við stöngina og til mín kom varamarkvörðurinn og settist hjá mér og við fórum að spjalla. Þjálfarinn okkar trylltist og tók okkur báða á teppið fyrir að gera lítið úr andstæðingnum. Hann gat lítið gert í yfirburðunum á vellinum en greip í taumana þegar við lítilsvirtum mótherjann. Sama hvað stendur á töflunni - það verður að ríkja virðing á vellinum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun