Virðing á velli Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Að vinna körfuboltaleik í keppni fjórtán ára stúlkna með 101 stigi gegn tveimur er galið. Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum að það var einmitt það sem gerðist í leik Grindavíkur og Vals í þessum aldursflokki fyrir nokkrum dögum og allt varð vitlaust á Facebook. Þó að þessi úrslit séu galin má ekki gleyma að íþróttamenn ganga inn á völlinn vitandi að útkoman gæti orðið slæm fyrir þá eða þeirra lið. Það gerist meira að segja á stærstu mótum heims. Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu töpuðu einum leik á EM í fyrra með 30 stigum en þá sungu bara allir Ég er kominn heim og voru hressir. Valsliðið vissi vafalítið að úrslitin gætu orðið slæm og það voru þau svo sannarlega. En einhvers staðar verður að stoppa. Ef rétt er að þjálfari Grindavíkurliðsins hafi hvatt sínar stelpur til frekari niðurlægingar í stöðunni 70-2 eða 80-1 eða hver sem staðan var, er það óboðlegt, að því mér finnst. Á einhverjum tímapunkti er komið nóg. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að stærsti sigur sem ég vann í fótbolta sem polli var gegn Grindavík þegar við tókum þá 19-0 í forkeppni Íslandsmótsins í 5. flokki. Ég stóð í markinu einmana og horfði á vini mína murka lífið úr grindvískum tólf ára pollum sem sumir hverjir fóru að gráta þar sem niðurlægingin var svo mikil. Mér fannst ég geðveikt sniðugur að setjast við stöngina og til mín kom varamarkvörðurinn og settist hjá mér og við fórum að spjalla. Þjálfarinn okkar trylltist og tók okkur báða á teppið fyrir að gera lítið úr andstæðingnum. Hann gat lítið gert í yfirburðunum á vellinum en greip í taumana þegar við lítilsvirtum mótherjann. Sama hvað stendur á töflunni - það verður að ríkja virðing á vellinum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun
Að vinna körfuboltaleik í keppni fjórtán ára stúlkna með 101 stigi gegn tveimur er galið. Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum að það var einmitt það sem gerðist í leik Grindavíkur og Vals í þessum aldursflokki fyrir nokkrum dögum og allt varð vitlaust á Facebook. Þó að þessi úrslit séu galin má ekki gleyma að íþróttamenn ganga inn á völlinn vitandi að útkoman gæti orðið slæm fyrir þá eða þeirra lið. Það gerist meira að segja á stærstu mótum heims. Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu töpuðu einum leik á EM í fyrra með 30 stigum en þá sungu bara allir Ég er kominn heim og voru hressir. Valsliðið vissi vafalítið að úrslitin gætu orðið slæm og það voru þau svo sannarlega. En einhvers staðar verður að stoppa. Ef rétt er að þjálfari Grindavíkurliðsins hafi hvatt sínar stelpur til frekari niðurlægingar í stöðunni 70-2 eða 80-1 eða hver sem staðan var, er það óboðlegt, að því mér finnst. Á einhverjum tímapunkti er komið nóg. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að stærsti sigur sem ég vann í fótbolta sem polli var gegn Grindavík þegar við tókum þá 19-0 í forkeppni Íslandsmótsins í 5. flokki. Ég stóð í markinu einmana og horfði á vini mína murka lífið úr grindvískum tólf ára pollum sem sumir hverjir fóru að gráta þar sem niðurlægingin var svo mikil. Mér fannst ég geðveikt sniðugur að setjast við stöngina og til mín kom varamarkvörðurinn og settist hjá mér og við fórum að spjalla. Þjálfarinn okkar trylltist og tók okkur báða á teppið fyrir að gera lítið úr andstæðingnum. Hann gat lítið gert í yfirburðunum á vellinum en greip í taumana þegar við lítilsvirtum mótherjann. Sama hvað stendur á töflunni - það verður að ríkja virðing á vellinum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun