Laun ríkra hækkað mest frá kreppunni Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Bandaríkjamenn hafa barist fyrir hækkun lágmarkslauna; launaójöfnuður er gríðarlegur þar í landi. NordicPhotos/Getty Hinir ríku hafa notið mest góðs af endurreisn alþjóðlega efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar 2008 ef marka má nýja skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Í henni kemur fram að raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með lægstu launin í OECD hafi lækkað um 16,2 prósent milli 2007 og 2010 á meðan raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með hæstu launin lækkuðu um 4,6 prósent. Milli 2010 og 2014 hækkuðu laun þeirra 10 prósenta sem lægstu tekjurnar hafa um einungis 1,6 prósent, en laun þeirra tekjuhæstu hækkuðu um 5,2 prósent. Árið 2014 höfðu því hæstu launin náð sömu hæð og fyrir efnahagskreppuna á meðan þeir sem voru með lægstu launin voru ennþá með 14 prósent lægri laun en fyrir árið 2008. Launamismunur er í sögulegu hámarki. Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem ber saman ráðstöfunartekjur heimila, hefur launaójöfnuður ekki verið meiri síðan á níunda áratug síðustu aldar og mældist 0,318 veturinn 2013/2014. Stuðullinn er hæstur í Síle þar sem hann er 0,46, en er einnig mjög hár í Bandaríkjunum þar sem hann mælist 0,394. Stuðullinn mældist aftur á móti lægstur, eða 0,244, á Íslandi árið 2014 og hafði þá lækkað töluvert frá 2007.Ráðstöfunartekjur árið 2014Bandaríkjamenn sem eru með 20 prósent hæstu launin eru að meðaltali með 8,7 sinnum hærri laun en þeir sem þéna 20 prósent lægstu launin. Á Norðurlöndunum; Íslandi, Noregi og Danmörku, er hins vegar minnstur launamunur. Þeir sem eru með 20 prósent hæstu tekjurnar á Norðurlöndum þéna að jafnaði 3,5 sinnum hærri launa en þeir sem eru með 20 prósent lægstu launin. Launamismunur hefur dregist mest saman í Tyrklandi frá árinu 2010 eða um tvö stig, hann hefur hins vegar aukist mest í Eistlandi, eða um þrjú stig. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á síðustu árum og atvinnuþátttaka hafi aukist haldi ójöfnuður launa áfram að aukast í OECD-löndunum. Langtíma atvinnuleysi og lítið launaskrið hefur komið í veg fyrir að laun hækki hjá hópnum með lægstu launin. Kjarajöfnun í gegnum skatta og bætur hefur að meðaltali 27 prósent áhrif á laun í OECD-ríkjum. Þessi jöfnun mýkti áhrif efnahagskreppunnar á lægstu launin samkvæmt skýrslunni en kjarajöfnun hefur hins vegar veikst í flestum löndum frá árinu 2010. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hinir ríku hafa notið mest góðs af endurreisn alþjóðlega efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar 2008 ef marka má nýja skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Í henni kemur fram að raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með lægstu launin í OECD hafi lækkað um 16,2 prósent milli 2007 og 2010 á meðan raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með hæstu launin lækkuðu um 4,6 prósent. Milli 2010 og 2014 hækkuðu laun þeirra 10 prósenta sem lægstu tekjurnar hafa um einungis 1,6 prósent, en laun þeirra tekjuhæstu hækkuðu um 5,2 prósent. Árið 2014 höfðu því hæstu launin náð sömu hæð og fyrir efnahagskreppuna á meðan þeir sem voru með lægstu launin voru ennþá með 14 prósent lægri laun en fyrir árið 2008. Launamismunur er í sögulegu hámarki. Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem ber saman ráðstöfunartekjur heimila, hefur launaójöfnuður ekki verið meiri síðan á níunda áratug síðustu aldar og mældist 0,318 veturinn 2013/2014. Stuðullinn er hæstur í Síle þar sem hann er 0,46, en er einnig mjög hár í Bandaríkjunum þar sem hann mælist 0,394. Stuðullinn mældist aftur á móti lægstur, eða 0,244, á Íslandi árið 2014 og hafði þá lækkað töluvert frá 2007.Ráðstöfunartekjur árið 2014Bandaríkjamenn sem eru með 20 prósent hæstu launin eru að meðaltali með 8,7 sinnum hærri laun en þeir sem þéna 20 prósent lægstu launin. Á Norðurlöndunum; Íslandi, Noregi og Danmörku, er hins vegar minnstur launamunur. Þeir sem eru með 20 prósent hæstu tekjurnar á Norðurlöndum þéna að jafnaði 3,5 sinnum hærri launa en þeir sem eru með 20 prósent lægstu launin. Launamismunur hefur dregist mest saman í Tyrklandi frá árinu 2010 eða um tvö stig, hann hefur hins vegar aukist mest í Eistlandi, eða um þrjú stig. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á síðustu árum og atvinnuþátttaka hafi aukist haldi ójöfnuður launa áfram að aukast í OECD-löndunum. Langtíma atvinnuleysi og lítið launaskrið hefur komið í veg fyrir að laun hækki hjá hópnum með lægstu launin. Kjarajöfnun í gegnum skatta og bætur hefur að meðaltali 27 prósent áhrif á laun í OECD-ríkjum. Þessi jöfnun mýkti áhrif efnahagskreppunnar á lægstu launin samkvæmt skýrslunni en kjarajöfnun hefur hins vegar veikst í flestum löndum frá árinu 2010. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira