Netsala rauk upp á þakkargjörðarhátíðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Bandaríkjamenn versluðu á netinu fyrir 130 milljarða króna á fimmtudaginn. NordicPhotos/Getty Netverslun jókst verulega í Bandaríkjunum á síðustu dögum og var komin upp í 1,15 milljarða Bandaríkjadala, tæplega 130 milljarða í lok þakkargjörðardagsins á fimmtudag. Samkvæmt tölum Adobe Digital stuðulsins jókst verslunin um 14 prósent milli ára. Þetta er í takt við spár greiningaraðila sem spáðu aukningu í netsölu á milli ára. Svartur föstudagur, dagurinn eftir þakkargjörðarhátíðina, hefur sögulega verið mesti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum og markað upphaf jólaverslunar. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hátíðin þó eitthvað verið að missa vægi sitt hjá bandarískum neytendum sem versla nú meira fyrir jólin á netinu áður en dagurinn rennur upp. Reuters greinir frá því að jólasala sé mjög veigamikil hjá smásöluaðilum í Bandaríkjunum en allt að fjörutíu prósent af heildarsölu ársins fer fram hjá verslunum í nóvember og desember. Reynt er að lokka að viðskiptavini með allt að 85 prósenta afslætti á þeim tíma. Áætlað er að jólaverslun aukist um 3,6 prósent á þessu ári og muni nema 655,8 milljörðum dollara. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Netverslun jókst verulega í Bandaríkjunum á síðustu dögum og var komin upp í 1,15 milljarða Bandaríkjadala, tæplega 130 milljarða í lok þakkargjörðardagsins á fimmtudag. Samkvæmt tölum Adobe Digital stuðulsins jókst verslunin um 14 prósent milli ára. Þetta er í takt við spár greiningaraðila sem spáðu aukningu í netsölu á milli ára. Svartur föstudagur, dagurinn eftir þakkargjörðarhátíðina, hefur sögulega verið mesti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum og markað upphaf jólaverslunar. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hátíðin þó eitthvað verið að missa vægi sitt hjá bandarískum neytendum sem versla nú meira fyrir jólin á netinu áður en dagurinn rennur upp. Reuters greinir frá því að jólasala sé mjög veigamikil hjá smásöluaðilum í Bandaríkjunum en allt að fjörutíu prósent af heildarsölu ársins fer fram hjá verslunum í nóvember og desember. Reynt er að lokka að viðskiptavini með allt að 85 prósenta afslætti á þeim tíma. Áætlað er að jólaverslun aukist um 3,6 prósent á þessu ári og muni nema 655,8 milljörðum dollara.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira