Nýr snjallsími frá Microsoft öflugri en aðrir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Satya Nadella, forstjóri Microsoft, kynnir vörur fyrirtækisins. Nordicphotos/AFP Surface Phone, snjallsími Microsoft sem búist er við að verði settur í sölu í febrúar á næsta ári, er sagður mun öflugri en vinsælustu snjallsímar samkeppnisaðilanna Apple, Google og álíka öflugur og væntanlegur snjallsími Samsung, Galaxy S8. Þetta kemur fram í upplýsingum sem lekið var í tæknifréttasíðuna Techradar. Er þar greint frá því að síminn verði búinn Snapdragon 835 örgjörva. Sá er öflugri en Snapdragon 821 örgjörvi Google Pixel og Snapdragon 830 sem búist er við því að verði í Galaxy S8. Örgjörvinn í iPhone 7, Apple A10 Fusion, er álíka öflugur og Snapdragon 835. Snapdragon 835 er búinn Quick Charce 4.0 búnaði sem gerir eiganda símans kleift að hlaða hann hraðar en aðra síma. Heldur Qualcomm, framleiðandi örgjörvans, því fram að hægt verði að fá hleðslu sem endist í fimm klukkustundur á einungis fimm mínútum. Hins vegar mun Surface Phone, líkt og Galaxy S8, verða útbúinn sex gígabæta vinnsluminni á meðan iPhone 7 Plus er með þriggja gígabæta vinnsluminni og Pixel fjögurra. iTechpost heldur því fram að tvær útgáfur verði í boði af Surface Phone líkt og hinum símunum og verði ódýrari útgáfan útbúinn fjögurra gígabæta vinnsluminni. Öflugur örgjörvi og mikið vinnsluminni þýðir að Surface Phone verður einn öflugasti snjallsíminn á markaðnum. Þó er ekki vitað hvort síminn verði með Android stýrikerfi eða snjallsímaútgáfu af Windows 10. Ef hið síðarnefnda reynist rétt gæti orðið erfitt að fá forritara til að gefa út snjallforrit fyrir símann enda markaðurinn minni en fyrir iOS stýrikerfi iPhone og Android sem nærri allir aðrir snjallsímar nota. Þá er hinn nýi Surface Phone sagður verða með 5,5 tommu snertiskjá, jafnstór og Google Pixel XL og iPhone 7 Plus. Í viðtali við Australian Financial Review sagði Satya Nadella, forstjóri Microsoft, að Surface Phone yrði hinn fullkomni snjallsími. „Við erum hætt að herma eftir öðrum og byrjuð að einbeita okkur að því sem neytendur vilja,“ sagði Nadella. Tíminn mun leiða í ljós hvort nýjum Surface Phone verði vel tekið en ljóst er að Microsoft eru að standa sig vel þar sem nýkynntar tölvur þeirra, fartölvan Surface Book, og borðtölvan Surface Studio, hafa hlotið mikið lof.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. 27. október 2016 07:00 Ný og endurbætt Surface Book Microsoft kynnti í dag nokkrar nýjar vörur fyrirtækisins. 26. október 2016 16:45 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Surface Phone, snjallsími Microsoft sem búist er við að verði settur í sölu í febrúar á næsta ári, er sagður mun öflugri en vinsælustu snjallsímar samkeppnisaðilanna Apple, Google og álíka öflugur og væntanlegur snjallsími Samsung, Galaxy S8. Þetta kemur fram í upplýsingum sem lekið var í tæknifréttasíðuna Techradar. Er þar greint frá því að síminn verði búinn Snapdragon 835 örgjörva. Sá er öflugri en Snapdragon 821 örgjörvi Google Pixel og Snapdragon 830 sem búist er við því að verði í Galaxy S8. Örgjörvinn í iPhone 7, Apple A10 Fusion, er álíka öflugur og Snapdragon 835. Snapdragon 835 er búinn Quick Charce 4.0 búnaði sem gerir eiganda símans kleift að hlaða hann hraðar en aðra síma. Heldur Qualcomm, framleiðandi örgjörvans, því fram að hægt verði að fá hleðslu sem endist í fimm klukkustundur á einungis fimm mínútum. Hins vegar mun Surface Phone, líkt og Galaxy S8, verða útbúinn sex gígabæta vinnsluminni á meðan iPhone 7 Plus er með þriggja gígabæta vinnsluminni og Pixel fjögurra. iTechpost heldur því fram að tvær útgáfur verði í boði af Surface Phone líkt og hinum símunum og verði ódýrari útgáfan útbúinn fjögurra gígabæta vinnsluminni. Öflugur örgjörvi og mikið vinnsluminni þýðir að Surface Phone verður einn öflugasti snjallsíminn á markaðnum. Þó er ekki vitað hvort síminn verði með Android stýrikerfi eða snjallsímaútgáfu af Windows 10. Ef hið síðarnefnda reynist rétt gæti orðið erfitt að fá forritara til að gefa út snjallforrit fyrir símann enda markaðurinn minni en fyrir iOS stýrikerfi iPhone og Android sem nærri allir aðrir snjallsímar nota. Þá er hinn nýi Surface Phone sagður verða með 5,5 tommu snertiskjá, jafnstór og Google Pixel XL og iPhone 7 Plus. Í viðtali við Australian Financial Review sagði Satya Nadella, forstjóri Microsoft, að Surface Phone yrði hinn fullkomni snjallsími. „Við erum hætt að herma eftir öðrum og byrjuð að einbeita okkur að því sem neytendur vilja,“ sagði Nadella. Tíminn mun leiða í ljós hvort nýjum Surface Phone verði vel tekið en ljóst er að Microsoft eru að standa sig vel þar sem nýkynntar tölvur þeirra, fartölvan Surface Book, og borðtölvan Surface Studio, hafa hlotið mikið lof.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. 27. október 2016 07:00 Ný og endurbætt Surface Book Microsoft kynnti í dag nokkrar nýjar vörur fyrirtækisins. 26. október 2016 16:45 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. 27. október 2016 07:00
Ný og endurbætt Surface Book Microsoft kynnti í dag nokkrar nýjar vörur fyrirtækisins. 26. október 2016 16:45
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent