Góa fær liðsauka frá Opel í jólaösinni Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2016 10:02 Jólasnjórinn lét á sér kræla þegar Benedikt hjá Bílabúð Benna afhenti Helga í Góu, tvo Opel Movano sendibíla. Jólin nálgast óðfluga og þá koma sendibílar oftar en ekki við sögu. Til mikils er ætlast af þeim í jólaösinni og því eins gott að þeir séu vandanum vaxnir, hvort heldur sem er í þjónustu við mannfólkið, jólasveinana eða fyrirtækin. Sælgætisgerðin Góa hefur í nógu að snúast allan ársins hring og þá ekki síst fyrir jólin þegar framleiðsla þeirra er á hvers manns vörum. Til að mæta eftirspurn bætti Góa við sendibílaflota sinn nú á dögunum og fyrir valinu urðu atvinnubílar frá Opel. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Opel á Íslandi, kemur fram að góður gangur hafi verið í sölu atvinnubíla frá Opel á árinu, þeir séu hagkvæmir í rekstri og drifnir áfram af tæknibúnaði sem uppfyllir ítrustu kröfur bæði fyrirtækja og einyrkja. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent
Jólin nálgast óðfluga og þá koma sendibílar oftar en ekki við sögu. Til mikils er ætlast af þeim í jólaösinni og því eins gott að þeir séu vandanum vaxnir, hvort heldur sem er í þjónustu við mannfólkið, jólasveinana eða fyrirtækin. Sælgætisgerðin Góa hefur í nógu að snúast allan ársins hring og þá ekki síst fyrir jólin þegar framleiðsla þeirra er á hvers manns vörum. Til að mæta eftirspurn bætti Góa við sendibílaflota sinn nú á dögunum og fyrir valinu urðu atvinnubílar frá Opel. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Opel á Íslandi, kemur fram að góður gangur hafi verið í sölu atvinnubíla frá Opel á árinu, þeir séu hagkvæmir í rekstri og drifnir áfram af tæknibúnaði sem uppfyllir ítrustu kröfur bæði fyrirtækja og einyrkja.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent