Fyrsti Bugatti Chiron sem er rústað Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 11:19 Gæti verið svolítið dýrt óhapp. Þegar 1.500 hestöfl eru til takst er líklega auðvelt að lenda í óhappi og það hefur einmitt gerst með fyrsta Bugatti Chiron bílinn. Það gætu margir haldið að Bugatti Chiron hafi verið lengi til, svo mikið og lengi er búið að tala um þetta kraftatröll, en staðreyndin er sú að fyrstu eigendur hans hafa einungis átt sína bíla í rétt um tvo mánuði. Það tók því ekki langan tíma fyrir einn þeirra að skemma hressilega bíl sinn, en það gerðist í Þýskalandi. Þýska dagblaðið Bild greindi frá því að þessi Bugatti Chiron hafi endað ofan í skurði eftir að ökumaður hans missti stjórn á honum. Hann skemmdist eðlilega mikið að framan, en samt sem áður er bíllinn ekki gerónýtur. Ökumaður bílsins meiddist ekkert í óhappinu, enda öryggismálin líklega í lagi í þessum rándýra bíl, en hann kostar 325 milljónir króna. Bugatti er einn margra bílaframleiðenda sem tilheyra stóru Volkswagen bílasamstæðunni. Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent
Þegar 1.500 hestöfl eru til takst er líklega auðvelt að lenda í óhappi og það hefur einmitt gerst með fyrsta Bugatti Chiron bílinn. Það gætu margir haldið að Bugatti Chiron hafi verið lengi til, svo mikið og lengi er búið að tala um þetta kraftatröll, en staðreyndin er sú að fyrstu eigendur hans hafa einungis átt sína bíla í rétt um tvo mánuði. Það tók því ekki langan tíma fyrir einn þeirra að skemma hressilega bíl sinn, en það gerðist í Þýskalandi. Þýska dagblaðið Bild greindi frá því að þessi Bugatti Chiron hafi endað ofan í skurði eftir að ökumaður hans missti stjórn á honum. Hann skemmdist eðlilega mikið að framan, en samt sem áður er bíllinn ekki gerónýtur. Ökumaður bílsins meiddist ekkert í óhappinu, enda öryggismálin líklega í lagi í þessum rándýra bíl, en hann kostar 325 milljónir króna. Bugatti er einn margra bílaframleiðenda sem tilheyra stóru Volkswagen bílasamstæðunni.
Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent